Deilt er um hvort forritið sé betra, 3d Studio Max eða Maya. Jú þetta er oft persónubundið, eða fer mikið eftir því við hvað er verið að vinna.

Hægt er að nota slík forrit í fleira en einn hlut. Þú ert með Hreyfimyndagerð og svo ertu með Módelingu af ýmsu tagi. Hægt er að brjóta það niður í nokkra lykilhluti sem eru:

- Tölvuleikjagerð

- Effecta með videoi: Vinnst þá helst í gegnum greenscreen eða bluescreen, bakgrunnar o.fl

- Senur: : Stillmynd. Notast oft fyrir fasteigarfyritæki eða einfaldlega til að gera einhverskonar listaverk.

- Heilar kvikmyndir: Allt mögulegt

Það eru sjálfsagt til fleiri hlutir sem þessi forrit nýtast í en þetta er að öllum líkindum það helsta. Annars eru þið vinsamlegast beðin um að minnast á það.

Persónulega tek ég Max'inn fram yfir Mayuna, en það er einfaldlega vegna þess að ég kann betur á Max'inn. Einnig skal taka það fram að Max er ekki til fyrir Mac og finnst mér það frekar leiðinleg því ég notast við mac.

Spurning mín er þessi: Hvort finnst ykkur betra Max eða Maya og af hverju?

p.s ef einhver áhugi er fyrir því að skoða einhver 3d verk þá er ÞETTA mjög fín síða til þess, sumt af þessu er alveg lygilega flott.