Nú hef ég verið að flakka fram og tilbaka á þessu blessaða neti í einhvern tíma, margt tilgangslaust og margt bara mjög sniðugt.

Einn daginn þá rakst ég á síðu þar sem fólk allstaðar í heiminum er að leita eftir hjálp við allskonar forritunar og hönnunar verkefni. Ferlið gengur til dæmis fyrir sig þannig að manneskja frá Englandi vantar nýjan ‘banner’ fyrir heimasíðu, hann/hún skrifar verklýsingu um hvað honum/henni vantar, hvað hann/hún er tilbúin að borga fyrir verkefnið og hversu langan tíma það má taka. Sendir hann/hún verklýsinguna inná vefinn og birtist hún um leið.

Núna getur hver sem er boðið í verkefnið bara með því einu að stofna frían reikning hjá vefnum.

Lang best er fyrir ykkur sem kunnið til verkanna að skoða vefinn sjálf og athuga hvort þetta sé þess virði að eyða tíma í og kannski vinna sér inn smá pening.

http://freelancer.adsjpg.com