Sælir veriði champarar! (Þó að fæstir spili nú champann lengur..)


Áhugamálið hefur verið ágætlega virkt undanfarið, sem sýnir sig í tölunum sem ég birti á eftir, en óvenju mikið hefur verið af innsendum greinum undanfarið. Flestir, ef ekki allir, hafa vissulega verið í prófum síðasta mánuðinn svo að áhugamálið hefur verið mjög virkt miðað við það.

Nú vill svo til að bæði ég, Jessalyn, og bludgeon erum á leið í frí. Reyndar er blugdeon þegar farinn en ég fer á morgun. Þetta er aðeins sumarfrí og mun ekki standa yfir lengi svo þið þurfið ekki að hafa miklar áhyggjur. Því miður vill svo óheppilega til að við erum bæði að fara á sama tíma, það var alls ekki planað.

Mig langar þess vegna að biðja um smá tillitsemi og þolinmæði þangað til 8. júní, en þá kemur blugdeon aftur - sjálf kem ég aðeins seinna. Ég reikna með því að komast eitthvað á netið þó ég verði ekki innskráð á huga 24 tíma á sólarhring eins og vanalega. Þess vegna gæti verið smá lengri bið í að innsendar greinar verði samþykktar heldur en gengur og gerist en þær verða þó samþykktar að lokum svo enginn þarf að pósta 100 korkum um það.

Ég vil líka minna ykkur á að allar umræður um stolnar útgáfur af leiknum og alls kyns svindl er stranglega bannað hér - þetta er ekki rétti vettvangurinn! Þessar reglur ber ykkur að virða öllum stundum og hvet ég ykkur til þess að senda mér persónuleg skilaboð þangað til 8. júní ef þið verðið vör við einhvern fara á mis við þessar reglur í korkunum. Og eins ef eitthvað efni á ekki heima hér og birtist í korkunum á þessum tíma, ekki hika við að senda mér skilaboð. Því eins og ég sagði, ég mun koma eitthvað hingað inn en mun kannski ekki hafa jafn mikinn tíma til að skoða allt gaumgæfilega og hvet ykkur því að vera vökulir. :)

Og til að svara þeim spurningum sem ber á allra vörum þessa dagana:

1. Við erum ekki á leiðinni að ráða nýjan stjórnanda. Sú ákvörðun myndi vera algjörlega frá okkur komin og er það ekki í myndinni eins og er. Við erum ekki vön að fara í frí og hvað þá á sama tíma svo að þetta er alls ekkert áhyggjuefni hvað það varðar. Hafið í huga að þetta er sjálfboðastarf - þó ég sjálf sé oft á tíðum hérna inná 24 tíma á sólarhring.

2. Keppnir og annað sniðugt mun fara í gang um leið og ég kem aftur úr fríinu, þá munum við rífa áhugamálið enn ofar. En eins og ég hef margoft sagt, það er ekkert sem bannar ykkur notendum að búa til ykkar eigin keppni þó ég sé ekki að stjórna henni, til að mynda í korkunum bara. Ef áhuginn er svona mikill, því ekki að gera það þangað til að ég get búið til eina stóra? Eða eruð þið kannski að röfla bara til þess að röfla yfir einhverju?;)

3. Draumaliðið er í pásu en annars er það bludgeon sem sér um það. Það er bara þannig með ýmsa hluti að maður getur ekki látið þá ganga í 365 daga á ári því þá verða þeir útbrunnir og leiðinlegir. Þess vegna ákváðum við að hvíla þetta um stund en smellið endilega skilaboði á bludgeon og hvetjið hann til þess að byrja aftur á þessu þegar hann kemur aftur úr fríinu. :)

Og nú staðan, sem ég var búin að lofa mörgum. Ég tek forsíðuna, kasmír og egó ekki með í talninguna, munið að gera ráð fyrir því.

Febrúar 2006 - 26. sæti með 35.186 síðuflettingar
Mars 2006 - 22. sæti með 45.420 síðuflettingar
Apríl 2006 - 16. sæti með 49.171 síðuflettingar.

Bíddu, var einhver að segja í korkunum að áhugamálið væri á niðurleið? ;)

Bestu kveðjur og með von um mikla þolinmæði og smá tillitsemi,
Jessalyn