Ég ætla að segja frá frábærum vinstri bakverði að nafni Craig Harrison.

Hann spilar hjá Crystal Palace en kom þaðan frá Middlesbrough. Helsu kostir hans eru þeir að hann er ótrúlega fljótur, með mikið úthald og ágætis tækni. Ég keypti hann til Wolves á fyrsta tímabili í staðinn fyrir Lee Naylor sem ég seldi (Hann er reyndar líka frábær bakvörður). Á öðru tímabili komst hann í enska landsliðshópinn og eftir nokkra leiki á bekknum án þess að spila kom hann inná og spilaði mjög vel. Hann fékk að meðaltali svona 8,4 í meðaleinkunn. Hann er einn af efnilegustu varnarmönnum Englands í leiknum! Hann kostar svona 600k-1,2m