Nú jæja fyrst að maður hefur eitthvað svo mikinn tíma nú snemma í vikunni þá er best að skella leikmanni þessarar viku inn líka :)

Leikmaður vikunnar að þessu sinni er frekar þekktur, enda frægur fyrir litskrúðugt hár sitt. Leyfið mér að kynna til leiks Nígeríumanninn Taribo West.

Taribo hefur í real football life verið á flækingi milli liða (Inter, AC Milan, Auxerre, Derby t.d.) en það vill svo heppilega til að hann byrjar á Free Transfer í byrjun leiks og þá liggur sko á að tryggja sér hann. Hann er 27 ára og því á besta aldri.

Taribo, sem spilar DLC, er fílsterkur varnarmaður og mun sjá til þess að markmaður þinn hafi ósköp lítið að gera í markinu. Ég hef nokkra reynslu af honum í stöðu miðvarðar í 2-1-4-1-2 kerfinu og var hann ótrúlega góður þar og fékk þvílíkar einkunnir að hálfa væri nóg.

Hann fær hiklaust mín meðmæli sem frábær varnarmaður.

**** og hálf/*****

Kveðja,
Pires-PireZ
Anyway the wind blows…