Jæja vegna mikilla anna og skólavesens í síðustu viku þá vona ég að mér leyfist að senda þennan annars ágæta leikmann vikunnar degi seinna en dagatalið segir til um :)

Svo að við komum okkur nú beint í kjarna málsins þá er leikmaður vikunnar ungur Englendingur, Gareth Law.

Gareth þessi spilar stöðu framherja og getur verið baneitraður sem slíkur, sérstaklega fyrir neðri deildar lið. Hann er ansi lúnkinn finisher og skorar ótrúlega mikið af mörkum miðað við tölurnar sem hann hefur. Ég keypti hann til Wolves í nýjasta save-inu mínu og hann hefur verið vara striker fyrir Tó Madeira (hvern annan?) og staðið vel fyrir sínu. Ég hef tekið eftir því hversu vel hann hefur bætt sig hjá mér þetta ár sem hann hefur verið og býst ég við því að hægt sé að gera alvöru knattspurnu mann úr honum.

Hann er 18 ára í byrjun leiks og leikur með Torqay. Ég fékk hann á 120k og líklega er hægt að fá hann fyrir minna. Þessi maður fer hiklaust á ,,bargain´´ listann minn og mæli ég með honum fyrir neðrideildar lið því ég stórefa að hann nái að plumma sig á ManU.

** og hálf/*****

P.s. Þrátt fyrir ítrekaðar leitir fannst engin mynd :(

Kveðja,
Pires-PireZ
Anyway the wind blows…