Þessi er “once in a life time” gaur.
Hann kom upp úr unglingaliðinu þegar ég var á 2002/2003 tímabilinu. Gaurinn var sextán ára og spilaði stöðu markmanns. Um leið sá ég að þetta gat verið framtíðar markmaður Man.Utd þar sem mér fannst Fabian Barthez ekki vera að standa sig alveg nógu vel og tölurnar hjá þessum pilti voru magnaðar miðað við aldur.

En ég var hræddur við að láta svo ungan og óreyndan markmann í markið svo að ég keypti Ruslan Nigmatullin og henti honum í markið. Eftir hálfa leiktíð með Nigmatullin í markinu var ljóst að nú urðu að verða breytingar á. James var búinn að vera í láni hjá Swindon og ölast þar reynslu og nú átti sú reynsla að koma bæði mér og Man.Utd. til góða.

Fyrir lá að James kæmi til baka í febrúar þegar lánssamningurinn rynni út og þegar hann kom til baka fór hann strax í byrjunarlið Manchester United. Ruslan var seldur og Barthez var áfram til skiptis við Scott James á bekknum.

James lék ellefu leiki þetta tímabil og fékk á sig þrettán mörk.
Það var kannski ekkert sérstakur árangur miðað við Man.Utd. en sé tekið tillit til aldurs og reynslu leikmannsins var þetta frábært. Allir þjálfararnir segja að hann sé “keen admire of Scott James' abilities.”

Þarna var ég nú farinn að halda að ég hefði gull í höndunum og náði ég mér því í save game editor þar sem ég sá að potential abilities var 200 og current 185. Ekki slæmt hjá leikmanni sem kemur upp úr unglingastarfinu.

Núna nokkrum leiktíðum síðar er hann að sjálfsögðu enn þá aðalmarkmaðurinn minn og er reyndar það góður að ég hef ekki annan á bekknum nema í stærstu leikjunum. Hann hefur aldrei fengið rauða spjaldið og einu sinni meiðst og það var um sumarið þannig að Tim Flowers núverandi varamarkmaður Man.Utd hefur ekki mikið að gera.