HM var að byrja, ég ætlaði ekki að selja neina leikmenn nema eftir HM, reyndar seldi ég Binotto mjög fljótt, hann fór til nýliða Salerintana á 2,5 millur en þeir unnu Serie B með miklum yfirburðum.
HM leið hratt en einhvern tímann í millitíðinni buðu Deportivo La Coruna 14,5 millur í Clarence Seedorf en ég neitaði tilboðinu.
Brassanir unnu Argentínumenn í úrslitum 4-2. Brátt byrjaði ég að selja leikmenn og kaupa inn, ég seldi þessa:

Binotto til Salerintana á 2,5 millur
J. Zanetti til Valencia á 6,8 millur
Ventola til Wolsburg á 2 millur
Kallon til Nantes á 5 millur
Padalino til AC Milan á 4,2 millur
Riquelme til Dortmund á 16 millur
Georgatos til West Ham á 2,2 millur
Dario Simic til Lazio fyrir Pancaro

Ég ætlaði samt að hafa liðið mjög svipað, ég ætlaði ekki að kaupa mikið en þeir sem ég keypti voru eftirfarandi:

Ze Roberto frá Leverkusen fyrir 8,75 millur
Maccarone frá Empoli fyrir 5 millur
Andrea Sottil frá Udinese fyrir 6 millur
Pancaro frá Lazio fyrir Dario Simic
Dalla Bona, lán frá Chelsea í 5 mánuði

Ég var orðin tilbúin þarna í byrjun ágúst og beið bara eftir tímabilinu, það voru engir æfingarleikir fyrir tímabilið, aðeins leikurinn í Super Cup við Roma. Rétt fyrir þann leik bauð Real Madrid í Ronaldo, þetta tilboð hljóðaði upp á 36,5 millur, ég þráði peningana en ég vildi ekki selja Ronaldo, Real Madrid hafði fyrir þá Vieri, Raul, Congo og Tamundo.
Ég neitaði tilboðinu, svo ég hafði framherjana Ronaldo og Neuville, en síðan voru Maccarone og Adriano varaskeyfur fyrir þá.
Dagarnir liðu og loks kom að leik mínum gegn Roma í Super Cup, leikurinn var frekar daufur og eina mark leiksins kom á 67 mínútu þegar Figo skoraði og tryggði mér sigurinn. Ég var hæstánægður og beið eftir fyrsta deildarleiknum sem var gegn Bologna, ég hlakkaði mikið til leiksins, enda var markmiðið að vinna deildina. Loks kom að leiknum, Bologna byrjaði að krafti og komst 1-0 yfir með marki Cruz en Neuville jafnaði metinn mínútu síðar og skoraði svo aftur undir lok fyrri hálfleiks.
Um miðjan seinni hálfleik skoraði svo Seedorf þriðja markið og undir lok leiksins skoraði Ronaldo 4.markið og leikurinn endaði 4-1 mér í hag.
Eftir leikinn sat ég í 1.sæti, sætið sem ég vonaðist til að enda í um vorið.
Næsti leikur var gegn Genoa sem tapaði sínum 1.leik gegn Juventus 2-1, þann leik vann ég 3-1 og skoraði Neuville 2 mörk og Gresko eitt en hann kom inn á í hálfleik. Þriðji leikurinn var svo gegn Lecce sem vanst örugglega 5-2 með þrennu frá Neuville og tveimur mörkum frá Ronaldo.
Í meistaradeildinni lenti ég í riðli með Club Brugge, Halmstad og FC Kobenhaven og vann ég alla leikina þar með 16 mörk skoruð og ekkert mark á mig, en Ronaldo skoraði 8 af þessum 16 mörkum, Maccarone 4, Aghahowa 3 og Klos með 1 stykki. Neuville lék aðeins 3 leiki þar en ég ákvað að hvíla hann.
9 fyrstu leikirnir í deildinni unnust allir, en reyndar voru keppinautanir í þeim leikjum ekki svo erfiðir, ég átti Lazio í 10. leik og unnu þeir 2-0.
Eftir 10 leiki í deildinni var Neuville markahæstur í deildinni með 12 mörk. Aðrir sem voru búnir að skora fyrir mig voru Ronaldo með 10 mörk, Maccarone með 3 mörk, Seedorf með 2, Aghahowa með 2, Figo með 2, Klos með 1, Materazzi með 1, Gresko með 1, Di Biagio með 1 og Cordoba 1. Juventus voru í 2.sæti nokrrum stigum á eftir mér og allt var að ganga upp, Lecce var reyndar neðst með 1 stig.
Ég var mjög sáttur við leikmenn mína nema kannski Ze Roberto, hann var ekki að standa fyrir sínu en ég vonaði bara að hann myndi verða sterkur á seinni hlutanum á leiktíðinni. Nokkrir leikir liðu í deildinni sem voru misjafnir, aftur vann ég tvo fyrstu leikina í seinni riðli í meistaradeild, gegn Liverpool og Dortmund, en ég datt út í 16 liða úrslitum í bikarkeppninni gegn Piacenza. Loks var komið að jólafríinu og ég fór aðeins að spá í leikmannamarkaðinn. Þeir sem ég seldi voru:

Dalmat til Leeds fyrir 5,5 millur
Aghahowa til Chelsea fyrir 3,5 millur og Zenden
Adriano til Real Betis fyrir 4 millur
Recoba til Arsenal fyrir 11 millur
Di Biagio til Udinese fyrir 2 millur

Þeir sem ég keypti voru:

Zenden frá Chelsea fyrir Aghahowa (ég fékk líka 3,5 millur að auki)
Marco Delveccio frá Roma fyrir 14 millur

Ég var nokkuð ánægður með það sem ég seldi og keypti. Ég var í 1.sæti í deildinni og ætlaði mér að vinna hana. Ég hafði 4 stiga forskot á nágrannana í AC Milan og Juventus sem voru í öðru og þriðja en Roma var í fjórða sæti. Næst var leikur gegn Parma sem ég ætlaði að vinna örugglega, leikurinn endaði reyndar 2-1 fyrir mér í erfiðum leik. Figo og Ronaldo skoruðu mörkin. Næstu 5 leikir voru gegn Lecce, Venezia, Udinese, Genoa og Salerintana og unnust þeir allir, en stærsti sigurinn var gegn Lecce sem fór 6-0, þar sem Neuville skoraði 4 mörk, Figo 1 og Klos var með 1.
Síðan byrjaði meistaradeildin þar sem ég tapaði 2-0 fyrir Valencia og vann síðan Torino í deildinni 1-0 með marki Ze Roberto. Næsti leikur var gegn Valencia heima þar sem leikurinn fór 0-0. Næst tapaði ég svo gegn AC Milan í deildinni 1-0 þar sem Javi Moreno skoraði eina markið en Padalino sem ég seldi til þeirra varð maður leiksins.
Næst átti ég Roma í deildinni, ég vann þann leik 3-1 með mörkum frá Neuville, Figo og Maccarone, en Consecao skoraði fyrir Roma.
Leikirnir gegn Dortmund og Liverpool í meistaradeildini unnut báðir og komust við og Valencia upp úr riðlinum. Ég vann næstu 4 leiki í deildinni gegn JUVENTUS, Como, Perugia og Atalanta. Ég var kominn með 6 stiga forskot á AC Milan, en ég var orðin öruggur í meistaradeild. En ef við tölum um meistaradeild þá datt ég út í 8 liða úrslitum gegn Barcelona samanlagt 2-2 en þeir höfðu 2 mörk á útivelli, en í 16 liða úrslitum sló ég út Paris.
Restina af leikjunum í deildinni vann ég örugglega og tryggði mér ítalska meistaratitilinn, AC Milan var í öðru, Juventus í 3.sæti og Roma í 4.
Tímabilið gekk mjög vel og var ég ánægður. Markmiðið fyrir næsta tímabil var að ná þrennunni og verða lang besta lið heims, markmiðið gæti vel náðst, því framtíðin var björt og upprenandi stjörnur voru á leiðinni, ég ætlaði að selja gamla jálka og kaupa unga og góða. Næsta tímabil hlaut að verða hreint stjörnu season.


3.Tímabil




Fyrir tímabilið keypti ég:

Saviola frá Barcelona fyrir 38 millur
Joe Cole frá Liverpool fyrir 15 millur
Cannavaro frá Parma fyrir 25 millur
De Cesare frá Chelsea fyrir 1,7 millur

Ég seldi þessa:

Andrea Sottil til Perugia fyrir 5,5 millur
Neuville til Leverkusen fyrir 15,75 millur
Gresko til Ajax fyrir 3 millur
Pacehco til River fyrir 2,5 millur
Delveccio til Parma fyrir 12 millur
Seedorf til Feyenoord fyrir 10 millur
Guly til Espanyol fyrir 3,4 millur
Pancaro til Juventus fyrir 5 millur

Tímabilið var að byrja og var ég spenntur fyrir komandi vertíð. Fyrsti leikur var gegn Atalanta sem ég vann örugglega 4-0, mörkin skoruðu Saviola 2, Ronaldo 1 og Figo 1.
En eins og ég sagði hlaut þetta tímabil að verða stjörnu season því ég vann fyrstu 25 leikina í deildinni og alla leiki sem ég hafði keppt í meistaradeildinni en ég datt út úr bikarnum gegn Salerintana í fyrstu umferð. Saviola var markahæstur með 36 mörk og ég var ánægður með árangurinn hjá Inter mönnunum mínum.
Næsta leik tapaði ég í deildinni sem var í 26.umferð og var gegn AC Milan, 1-0. Marco Di Vaio skoraði fyrir AC en þeir höfðu keypt hann um sumarið frá Parma. Þetta var eini tapleikur minn en ég vann annars alla hina leikina í deildinni og rústaði henni algjörlega. Saviola varð markahæstur með 52 mörk, næst kom Ronaldo með 48 mörk og þannig hélt þetta áfram.
Aðeins einn leikur var eftir af tímabilinu og var það úrslitaleikur í meistaradeildinni gegn Deportivo, en þann leik vann ég 2-0 með mörkum frá Joe Cole og Zenden. Þannig var það komið, tímabilinu lauk með tveimur bikurum, ég vann deildina og meistaradeildina. Þetta tímabil var það léttasta og besta í lífi mínu en nú vildi ég gera einhvað annað lið að stórveldi. Ég sagði upp störfum hjá Inter Milan, liðinu sem ég ólst upp hjá, og aðeins þremur dögum seinna flutti ég frá Ítalíu, heimalandi mínu til Englands til að taka við Fulham sem var að flakka á milli úrvalsdeildar og 1.deildar og voru nú nýliðar í úrvalsdeild, markmið mitt var að halda þeim uppi á fysrta tímabili, á öðru tímabili að komast í Evrópukeppni og á því þriðja að verða meistari.
Ég var tekinn við stjórninni hjá Fulham, það var erfitt að fara frá Inter og Ítalíu en eitt get ég sagt, að ég hélt Fulham uppi, endaði í 10.sæti, en meira segi ég ekki frá því og ætla ekki að gera, þeir sem vilja vita meira um gengi mitt hjá Fulham verða að ímynda sér framhaldið, því ég skrifa ekki meira um þetta save.

Takk fyrir mig.