Morgunblaðið – miðvikudagurinn 26.júní 2007.


<h2 align=“center”>,,Maður verður að hafa aga og trú á sjálfum sér´´ </h2>


Sigurður Þorláksson (eða Siggi Þ. Eins og hann er kallaður) er fyrir löngu orðinn þjóðþekktur. Þessi viðkunnalegi maður er reyndasti þjálfari og vafalaust sá besti sem við Íslendingar höfum átt og hefur hann þjálfað lið eins og Marsielle, Chelsea, Q.P.R og Wigan. Öll þessi lið hafði hann gert að stórveldum og unnið til marga verðlauna með þeim. Það var síðan skyndilega árið 1999 að hann sagði upp starfi sínu sem þjálfari Wigan eftir fimm farsæl ár með félaginu og tilkynnti það að hann hugðist ekki þjálfa fleiri lið í bráð. Ekki reyndist honum auðvelt að standa við það loforð og við mikinn fögnuð aðdáenda Sunderland tók við starfi sem framkvæmdastjóri liðsins haustið 2001. Hann gerði liðið að Englandsmeisturum áður en hann sagði starfi sínu lausu til þess að taka við stjórnartaumunum hjá fornfrægu stórveldi sem að var í algjörri niðurníðslu, Barcelona. Nú hefur hann lokið sinni fyrstu leiktíð sem knattspyrnu stjóri Barcelona og það með fínum árangri. Þessa dagana er Sigurður í frí hér heima á Fróni og ákvað blaðamaður Morgunblaðsins, Víðir Sigurðsson, að nýta tækifærið og ræða við þennan viðkunnalega mann um þessi sex undanfarin ár hans í boltanum.

Blaðamaður er þegar kominn inn á kaffihúsið þar sem hann og Sigurður höfðu ákveðið að hittast og ræður sér varla fyrir spenningi. Loks opnast dyrnar og inn gengur hávaxinn maður með bjart bros á vörunum og lítur í kringum sig. Um leið og blaðamaður veifar til hans tekur hann eftir því hversu mikið hárið hefur gránað með tímanum og fært þessum glaðværa manni virðulegt útlit. Sigurður gengur ákveðið að borði blaðamanns og bíður góðan daginn. Blaðamaður tekur strax eftir því sem að virðist gera hann svo vinsælan, honum líður ótrúlega vel í návist þessa manns, fær einhverja öryggistilfinningu og dregur það ekki í efa að það er einn af þeim þáttum sem að gerir hann að góðum stjóra, þessi hæfileiki að láta fólki líða vel í kringum sig.

Án frekar fortalna hefst viðtalið og blaðamaður dembir fyrstu spurningunni á Sigðurð.

Þegar þú hættir starfi þínu hjá Wigan þá sagðistu ekki ætla að koma nálægt stjórastólnum aftur. Hvað varð til þess að hættir við það og tókst við starfinu hjá Sunderland?

,, Á sínum tíma hætti ég sökum þess að ég var nánast kominn með leið á þessu.En þegar árin liðu varð mér sífellt ljósara að þetta var röng ákvörðum hjá mér, ég gat einfaldlega ekki haldið mér frá fótboltanum til lengdar. Svo loks þegar Andy (Andy Foley, stjórnaformaður Sunderland) hringdi í mig þá gat ég ekki hafnað tilboðinu.´´

Af hverju valdiru Sunderland? Voru ekki einhver önnur lið búin að bera víurnar í þig?

,,Þótt ótrúlegt megi virðast þá var Sunderland eina liðið sem að hafði gert mér formlegt tilboð og ég sló til, enda fornvinur minn Peter Reid búinn að vinna þar frábært starf. Það eina sem ég þurfti að gera var að skila titlum í hús.´´

Hvað var það fyrsta sem að þú gerðir hjá Sunderland?

,,Það sem fyrsta sem ég gerði var að kaupa nokkra nýja menn inn og boða taktískar breytingar. Síðan stýrði ég liðinu út fyrsta tímabilið og var nokkuð sáttur við útkomuna sem var 6. sæti sem að þýddi Evrópukeppni á næsta ári.´´

Þú hefur verið frægur fyrir leikmannakaup þín, ert talin snillingur í þeim. Einnig hefuru verið frægur fyrir að taka áhættu, t.d. keyptirði vandræðagemlinginn Nicolas Anelka þegar enginn hafði trú á honum og gerðir hann að einum hættulegasta framherja heims, hvað geturu sagt mér um hann?

,,Hann Anelka? Hann er ótrúlegur karakter, bæði innan og utan vallar. Við höfum þekkst lengi og ég vildi gefa honum séns sem að hann nýtti frábærlega´´ segir Sigðurður og brosir í kampinn og ekki er laust við að það megi finna til smá stolts hjá honum við þegar hann minnist þessa kaupa.

Annað tímabil þitt með Sunderland, lýstu því í einu orði.

,,Í einu orði? Það er ekki hægt. Þetta tímabil var skárra, við enduðum sæti hærra í deildinni en tímabilið á undan, en það er ekki nóg fyrir mig. Hvað bikarinn varðar þá voru það gífuleg vonbrigði að tapa í úrslitunum, sérstaklega eftir að hafa haft forystuna í hálfleik´´

Vonbrigðin leyna sér ekki í andliti Sigurðs en þau breytast mjög skjótt í ánægju svipbrigði er blaðamaður spyr um þriðja tímabilið.

,,Besta tímabilið mitt undir sem stjór Sunderland, án nokkurs vafa það langbesta. Þetta ár small allt saman, við unnum deildina og deildarbikarinn og komust í undanúrslit Evrópukeppninnar. Dagurinn sem við urðum deildarmeistarar var frábær, liklega sá besti sem ég lifað, þvílík fagnaðarlæti!

Hvernig var þetta öðruvísi en aðrir sigrar sem að þú hefur unnið?

,,Þetta var fyrsti meistaratitill liðsins síðan 1936, fólkið hafði beðið lengi eftir þessu, og þeir kunna sko að fagna. ´´ Segir Sigurður og lygnir aftur augunum af sælu er hann hugsar um þessa daga.

Þú varst valinn þjálfari ársins, hvað meiningu höfðu þau fyrir þig?

,,Mikla, hver vill ekki fá viðurkenningu fyrir starf sitt ég bara spyr?´´

Hvað gerðist svo eftir þetta frábæra tímabil?, Sunderland gekk allt í mót tímabilið á eftir, hvað gerðist þá?

,,Vonbrigði, það tímabil var bara vonbrigði, gekk ekkert í neinum keppnum og ég fann smám saman að Andy varð alltaf kaldari í minn garð. Samskipti mín urðu stirð við stjórnina og ég fann að ég gat varla haldið þessu áfram ef að starfsandinn myndi vera svona. Að lokum gafst ég upp og sagði upp starfi mínu þegar svona var búið að vera statt í eitt og hálft ár.´´

Var þetta eina ástæðan fyrir því að þú hættir?

,,Þetta var alls ekki eina ástæðan, en þessi vondi andi sem að þarna myndaðist spilaði mikið inn í. Auk þess fannst mér ég ekki hafa tekist ætlunarverk mitt við að að koma Sunderland í fremstu röð og því ákvað ég að segja starfi mínu lausu, gefa öðrum þjálfara tækifæri.

Eftirmaður þinn, Tommy Svenson, hefur ekki náð eins miklum árangri og þú gerðir. Hvert er álit þitt á honum?

Ég hef aldrei kunnað vel við hann. Hann lætur liðið spila leiðinlegan bolta, leikkerfi hans er ekki að virka og hann gjörsamlega skemmir allt það sem ég hef byggt upp.

Vel á minnst leikkerfi, hvað fékk þig til þess að tefla fram þessum djörfu og margfrægu leikkerfum þinum?

Hvað fékk mig til þess? Ég læt bara liðið spila þann bolta sem að mér finnst vera bestur hverju sinni. Þau leikkerfi sem ég hef notað (2-1-4-1-2 og nakano_ed) eru ekki mín smíð en virka frábærlega. Þau bjóða upp á kiminn sóknarbolta sem að er einmitt uppáhald mitt.

Snúum okkur aðeins að ferli þínum sem landsliðsþjálfara, árið 2005 varstu ráðinn landsliðsþjálfai Kamerún og hefur síðan aðeins tapað einum leik með þeim, gert þá af Afríkumeisturum og unnið alla þina leiki fyrir utan vináttulandsleikinn vip Mexíkó á dögunum. Hvað hefur þú að segja um þennan glæsilega árangur?

,, Svo sem voða lítið nema það að ég sé mjög ánægður með hann og Afríkumeistaratitillinn er tvímælalust sá stærsti sem ég hef unnið undanfarin ár.´´

Hvernig er Afríkuboltinn öðruvísi en Evrópuboltinn?

,,Það er nánast enginn munur, nema það að Afríkuboltinn snýst meira um leikgleði finnst mér. Það er ekkert skemmtilegra en að stjórna liði í úrslitaleik Afríkukeppninnar undir dynjandi trumbuslætti, einstök upplifun.´´

Jæja snúum okkur nú að síðastliðinu ári þínu hjá Barcelona, hvað finnst þér um það?

,,Ég hélt að ég hefði séð flest allt í boltanum, en það var áður en ég kom á Nou Camp. Hefðin hjá þeim er ótrúleg og það er er draumur hvers knattspyrnustjóra að þjálfa þetta lið. Enda var ég ekki lengi að þiggja boðið er Gaspart hringdi í mig og bauð mér stöðuna. Barcelona hafði frábæra leikmenn og mikinn pening, það eina sem vantaði var árangur, það var mitt hlutverk að skila honum.´´

Þér tókst það með dramatískum hætti nú í vor, hvernig var þér innanbrjósts eftir tapleikinn við Oviedo í næst síðustu umferð deildarinnar?

,,Það vor virkilega blendnar tilfinningar hjá mér þá. Betis hafði unnið sinn leik sem að þýddi að við vorum í öðru sæti með Real Madrid, bæði lið voru þremur stigum á eftir Betis þegar ein umferð var eftir. Betist átti eftir að keppa við Cordoba (sem að var fallið), Real við Leganes (sem að féll líka) en við áttum erfiðan leik gegn Celta eftir.´´

En hið ótrúlega gerðist, Betis tapaði þið unnuð Celta og Barcelona varð meistari á markahlutfalli.

,, Þetta er einn sá ótrúlegasti og furðulegasti sigur sem ég hef unnið á knattspyrnustjóraferli mínum. Real Madrid vann einnig sinn leik því urðu þrjú lið jöfn í fyrsta til þriðja sæti með jafnmörg stig. Við unnum aðeins á markahlutfalli. Ótrúlegt og örugglega einsdæmi í knattspyrnusögunni.

Nú þegar þessi sigur er í höfn, hvað tekur við hjá Sigurði Þorlákssyni?

,,Eins og stendur er í ég sumarfrí hér heima, en held fljótlega aftur út til þess að stýra Kamerún til sigurs í Álfubikarnum. Eftir það tekur síðan við næsta tímabil hjá Barcelona og er markmiðið að vinna meistaradeildina núna´´ Segir Sigðurður og brosir.

Og svona rétt í blálokin, hvað þarf maður að hafa að bera til þess að verða góður knattspyrnustjóri?

,,Maður verður að hafa aga og trú á sjálfum sér fyrst og fremst.´´ Segir Sigurður alvarlegur.


Og nú er komið að þeirri stund er blaðamaður hafði kveðið mest fyrir, að þurfa að kveðja þennan viðkunnalega mann. Eftir að hafa lofað að gefa blaðamanni fleiri viðtöl seinna gengur Sigurður út í kvöldsólina á vit nýrra ævintýra.
Anyway the wind blows…