Inter Milan

Ég, Luigi Gazza, var hættur í boltanum. Ég hóf knattspyrnuferilinn hjá Inter en var fljótt seldur til Perugia, ég var þar í 5 ár þangað til ég fór aftur heim til Mílanó borgar til að leik með Inter. Ég gerði það en eftir tvö ár urðu meiðsli á nára þess valdandi að ég þurfti að hætta að leika fótbolta.
Ég tók þá við liði Ancona í Serie B og stjórnaði liðinu í tvö ár áður en ég tók við Espanyol á Spáni, þar var ég í 3 season áður en ég tók við vandræðalið Leverkausen.

Ég var að borða yndislegan kvöldverð og var að halda upp á daginn, í dag var heilt ár frá því ég sagði upp störfum hjá Leverkausen í Þýskalandi. Ég hafði þjálfað liðið í þrjú ár og komið þeim í meistaradeildina. Þegar ég kom heim hlustaði ég á símsvaran sem sagði mig eiga ein skilaboð, þau voru frá Massimo Moratti stjórnaformanni Inter Milan sem bað mig um að taka við stjórninni á Guiseppe Meazza leikvanginum þar sem Hector Raul Cuper ákvað að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni.
Daginn eftir hringdi ég í Moratti og sagðist ætla taka við stjórninni.
Ég var kominn í stjórastólinn og tekinn við Inter Milan, liðinu sem ég hafði ætíð elskað, liðinu sem ól mig upp.
Ég ákvað strax að fá mér meiri pening til leikmannakaupa og fyrsta daginn setti ég Javier Farions á sölulista fyrir 7,75 millur og Hakan Sukur á 10 millur því ég vissi af áhuga Parma á honum, auk þess sem Parma átti mikinn pening.
Daginn eftir stoppuðu ekki boðin í Farions, Marsille, FC Kobenhaven, Espanyol, Ateltico Bilbao og Udinese höfðu áhuga á piltinum, öll voru boðin á 7,75 millur og tók ég þeim öllum nema boði Udinese, ég heimtaði að fá 5 millur og Jorgensn að auki. Seinna um daginn bauð ég svo í þá Riquelme hjá Boca, Aghahowa hjá Shaktar, Ronaldinho hjá Paris og Neuville hjá Leverkausen, leikmann sem ég þekkti vel, enda þjálfaði ég piltinn í 3 ár.
Parma og Blackburn buðu mér 10 millur í Hakan Sukur og neitaði ég boði Parma manna en tók boði Blackburn og brátt var Hakan Sukur gengin til liðs við Blackburn og Farions gekk í lið Marsille.
Fyrstu dagarnir voru góðir hjá mér en áður en að flautað var til leiks á milli mín og Perugia í deildinni í fyrstu umferð höfðu leikmannakaup og sölur farið svona:

Seldir:

Farions til Marsille fyrir 7,75 millur
Hakan Sukur til Blackburn fyrir 10 millur
Adriano lánaður til Piacenza til júní 2002
Cristiano Zanetti til Barcelona fyrir 13 millur
Sergio Conseceao til Roma fyrir 14 millur

Keyptir:

Riquelme frá Boca fyrir 10 millur
Aghahowa frá Shaktar fyrir 5 millur
Neuville frá Leverkausen fyrir 12 millur


Ég stillti upp í leikerfið 4-4-2 sóknarlegt og hafði liðið svona:

Toldo

Cordoba Pasquele Materazzi Vivas



Aghahowa Seedorf Riquelme Emre


Neuville Vieri



Leikurinn fór 5-1 fyrir mér oo skoruðu þessir: Vieri 2, Neuville 1, Ronaldo 1, Seedorf 1.

Svona gekk mér ágætlega á tímabilinu og eftir 10 leiki var ég í hörku baráttu um 1.sætið við Roma, Juventus, Lazio og Venezia.

Þegar dregið var í bikarnum lenti ég gegn AC Milan í 16 liða úrslitum, sem ég sló út 1-0 þar sem Vivas skoraði á 112 mínútu í seinni leiknum í framlengingu.
Næstu andstæðingar þar voru Reggina. Deildin var jöfn og spennandi og þegar að jólafríinu kom sat í fastur í 3.sæti, Roma voru með tveggja stiga forustu á Lazio sem hafð sjö stiga forustu á mig. Ég var í 3.sæti, 5 stigum á undan Juventus sem var í 4.sæti. Crespo og Ronaldo voru markahæstir með 15 mörk í deildinni en Ronaldo tók sætið af Neuvlle sem aðeins var kominn með 4 mörk, en reyndar var framlínan orðin nún Neuville og Ronaldo því 15.desember gekk Vieri til liðs við Real Mmadrid fyrir 32,5 millur,boði sem ég gat ekki neitað.
Í fríinu keypti ég Tomasz Klos frá Kailsislauten fyrir 6 millur og Figo frá Real Mandrid á 17 millur en hann var á sölulista vegna þess að hann var óánægður hjá Madrid. Ég seldi Tyrkjana Emre og Okan á samtals 12 millur, Emre fór til Real Zaragoza en Okan fór heim til Galatasaray.
Aftur byrjaði svo deildin, hún gekk ennþá svona og voru 4 efstu liðin nánast búin að tryggja sig í meistaradeild. Pressan var orðin mikil á leikmönnum og duttum við út úr Evrópukeppninni í 16 liða úrslitum gegn Chelsea samanlagt 4-2 en Chelsea tapaði úrslitaleiknum gegn Barcelona 3-0. Í bikarkeppninni gekk allt upp og komust við í úrslitaleikinn, en á leiðinni þangað slóum við út AC Milan, Reggina, Bologna og var úrslitaleikurinn gegn Venezia. Brátt var komið að lokum, einn leikur eftir í deildinni sem var gegn Lazio sem hafði eins stig forskot mig en Roma var búið að tryggja sér sigurinn, fyrri leikurinn í bikarúrslitum gegn Venezia fór 1-0 fyrir þeim á heimavelli og skoraði Maniero mark þeirra.
Það var komið að leiknum við Lazio, ég tefldi fram mínu sterkasta liði, leikurinn byrjaði og á 31 mínútu kom Neuville okkur yfir en á 40 mínútu jafnaði Mendieta leikinn og var jafnt í hálfleik. Í seinni hálfleik koms Lazio fljótt yfir með marki Kovasevic og á 88 mínútu skoraði Crespo þriðja marki Lazio og urðu þetta lokatölur og endaði ég í þriðja sæti.
Eftir var einn leikur, gegn Venezia í bikarúrslitum, Venezia hafði 1-0 yfir fyrir leikinn og ákvað ég að stilla liðinu svona upp fyrir leikinn:


Toldo

Cordoba Materazzi Klos Vivas



Aghahowa Riquelme Seedorf Figo


Neuville Ronaldo


Staðan í hálfleik var 0-0 en í seinni hálfleik vöknuðum við til lífsins, Aghahowa jafnafljótt metinn og fimm mínútum síðar skoraði Figo annað mark, á 60.mínútu skoraði svo Figo aftur og á 92. mínútu tryggði Riquelme glæsilegan 4-0 sigur og við sigruðum samtals 4-1.
Þetta var gott tímabil, við duttum út í 16 liða úrslitum í Evrópukeppninni, enduðum í 3.sæti í deildinni og unnum bikarkeppnina. Ég sá að liðið var á uppleið.
Ég var kosinn stjóri ársins á Ítalíu og Ronaldo besti sóknarmaðurinn í heiminum, en hann varð markahæstur í deildinni með 34 mörk, Neuville var með 15 mörk og hinir voru með 10 mörk og minna.
Ég hlakka mikið til næsta tímabils en ég hef rúmar 50 millur til leikmannakaupa, og ég verð hér áfram til þess að vinna bikara, framtíðin er björt hérna í tísku og fótbolta borginni Mílanó.