Jæja jæja, loksins hef ég tíma til þess að rita leikmannaumfjöllun. Ég ætla bara að skella þeim vikum sem að uppá vantar inn í einu og þið verðið þá bara að fletta þessu til að finna e-ð merkilegt. Ég er með save í gangi þar sem að ég finn leikmenn, er man utd og kaupi þá og leyfi þeim að spreyta sig og hérna eru fyrstu menn sem að ég ætla að rita um. Ég er ekki mikið búinn að gera þannig að umfjallaninar geta breyst og þá verðið þið bara að skoða reglulega :)

Hinn mjög svo umdeildi leikmaður Djalminha er leikmaður vikunnar núna. Hann er vinstri kantari og byrjar hjá Deportivo í byrjun leiks. Hann kemur frá Brasilíu og kostar sko skildinginn.

Ef að litið er á hæfileika hanns, þá efast maður ekki um að hér sé stjörnuleikmaður hér á ferð, hann er algjör snillingur með boltann og er frábær kantmaður. Hæfileikana vantar sko alls ekki.

Enn þegar maður er búinn að hafa hann í smá stund þá rekur maður sig á hversu hrikalega léglegur hann er í mannlegum samskiptum. Hann er alltaf óánægður, nánast eins og honum finnist gaman að vera það. Þetta er stór galli, og mig langar að vara newbie-a við honum! Ekki kaupa hann nema í mestu neyð!!!!

*/*****

Hérna er skjáskot af honum sem ég rakst á, ÓTRÚLEGUR!

<img src="http://www.thedugout.net/graphics_centre/screenshots/img/crazy_16.jpg">


Kv,
PireZ
Anyway the wind blows…