Leikmaður vikunnar 13.1. - 19.1.  2002 Jæja jæja, loksins hef ég tíma til þess að rita leikmannaumfjöllun. Ég ætla bara að skella þeim vikum sem að uppá vantar inn í einu og þið verðið þá bara að fletta þessu til að finna e-ð merkilegt. Ég er með save í gangi þar sem að ég finn leikmenn, er man utd og kaupi þá og leyfi þeim að spreyta sig og hérna eru fyrstu menn sem að ég ætla að rita um. Ég er ekki mikið búinn að gera þannig að umfjallaninar geta breyst og þá verðið þið bara að skoða reglulega :)

Júgginn (Júgóslavi) Predrag Djordevic er leikmaður vikunnar í þetta skipti. Hann er vinstri kantmaður, en getur einnig spilað á miðjunni. Hann er í eldri kantinum, 29 ára gamall og hefur mikla reynslu. Hann byrjar hjá Olympiakos og hægt er að lokka hann þaðan á u.þ.b. 4 milljónir sterlingspunda :)

Hér er á ferðinni sterkur kantmaður og mjög góður, hann er hraður og gefur vel fyrir. Frábær kostur ef að þú átt í vandræðum með vinstri kantinn þinn og ekki skemmir fyrir að þú hefur þann möguleika að setja hann á miðjunna. Ég veit reyndar ekki hvernig hann leysir það hlutverk, en ég efast um að hann sé eitthvað lélegur þar.

*** og hálf/*****

Kv,
PireZ
Anyway the wind blows…