Unglingur vikunnar 6.1. - 12.1. 2002 Jæja jæja, loksins hef ég tíma til þess að rita leikmannaumfjöllun. Ég ætla bara að skella þeim vikum sem að uppá vantar inn í einu og þið verðið þá bara að fletta þessu til að finna e-ð merkilegt. Ég er með save í gangi þar sem að ég finn leikmenn, er man utd og kaupi þá og leyfi þeim að spreyta sig og hérna eru fyrstu menn sem að ég ætla að rita um. Ég er ekki mikið búinn að gera þannig að umfjallaninar geta breyst og þá verðið þið bara að skoða reglulega :)

Unglingur vikunnar að þessu sinni er mjög þekktur, bæði í alvörunni og í cm, Luke Chadwick er maðurinn. Hann er AM/F (R/L), 20 ára gamall og byrjar á Man Utd. Ég veit ekki hvað það kostar að fá pilt, en það gæti verið dágóð summa.

Ég hef nú prófað hann lítið en hef góða reynslu af honum, hann er hraður og leggur upp og skorar og eftir nokkur ár þá verður hann einn af þínum lykilmönnum. Ég hef lesið þónokkrar umfjallanir um hann á netinu og alls staðar er honum hrósað í hátstert.

Góð kaup!

***/*****

Kv,
PireZ
Anyway the wind blows…