Matías Fernández

Aldur: 21 árs (15.05.1986)
Þjóðerni: Chile
Lið: Villareal
Staða: AMC / L
Metinn á: 4.600.000
Tungumál: Spænska


Matías er fæddur í Argentínu og gerði garðinn frægan í Suður-Ameríku áður en hann fluttist til Spánar þar sem hann spilar með Villareal. Þó ungur sé eru miklar væntingar gerðar til þessa drengs, honum er ætlað að verða besti leikmaður í heimi.

Hann er frábær kaup í FM08, þó hann sé einungis 21 árs er hann með frábærar tölur og getur auðveldlega hoppað í hvaða byrjunarlið sem er. Hann er fjölhæfur og þó honum líki best á miðri miðjunni getur hann spilað á báðum vængjum og einnig frammi.

Ég mæli með að bjóða í kringum 15 - 20 milljónir punda í þennan leikmann, þó hann sé með ákvæði í samningnum að hann megi fara fyrir 118 milljónir punda. Hann krefst ekki hárra launa svo að þetta eru hrikalega góð kaup og aðdáendur liðsins verða ánægðir.

Sjálf mæli ég með að nota hann sem playmaker þar sem hann hefur allt til þess að bera. Hann er einnig mjög góður í aukaspyrnunum.

Kostir:
Han er með frábæra tækni, góður í dribbling og verður einstaklega góður í að klára færin sín þó hann sé miðjumaður. Skot, sendingar og vítaspyrnur er líka eitthvað sem hann er/verður snillingur í. Hann er sannur atvinnumaður, með hátt work rate og nýtur stóru leikjanna best.

Gallar:
Hann er lélegur í loftinu og varnarlega séð veikir hann miðjuna hjá þér. Hann þarf smá tíma til að aðlagast ensku deildinni og stundum (ekki alltaf) er vesen með atvinnuleyfið.

Yfir heildina litið mæli ég eindregið með þessum leikmanni, hvort sem þú ert með núverandi stórlið eða verðandi stórlið, því hann á eftir að verða sannur leiðtogi á miðjunni á næstu árum.