Eftir að hafa tekið við Piacenza í byrjun mars, fannst mér allt ganga upp. Liðið vann alla leiki sem það keppti, sem allir voru í deildinni. Ég var kosinn stjóri mánaðana: Mars, apríl og maí.
Liðið endaði í 6. sæti deildarinnar og allir voru kátir.

Um miðjan júní fannst mér ég þurfa á ungum og góðum framherja við hliðin á Giovanni Zouslouli, sem er ungur framherji hjá Piacenza (Árið 2006).
Ég leit aftur til Englands og fann þar 23 ára gamlan Finna sem lék með Southampton, Mikael Forssell.
Ég bauð í hann eina millu og tóku Southampton menn því boði svo ég hirti framherjann.
Ég varð líka að ná mér í aðeins meiri pening og sá að Adriano var á óskalista margra liða.

Svo vildi líka svo skemmtilega til að ég seldi Hasselbaink til Noceria sem hafði verið í toppbaráttunni í Serie B en mistókst að komast upp.
Og ég seldi líka Adriano til Celta Vigo á Spáni.

En um miðjan júlí breyttist allt, Clarke hafði greinsy með krabbamein og ég var kominn í uppnám. Ég hætti alveg í leikmannakaupum en ég seldi samt einn 21 árs gamlan varnarmann sem var í varaliðinu til Bologna sem er stórveldið á Ítalíu.

Allir æfingaleikir sem liðið tók, þeir töpuðust! ALLIR!

Síðan viku fyrir fyrsta leikinn í Serie A, þá kom upp eitt sem breytti lífi mínu til þessa, Clarke dó. Hann bara dó! Það var krabbameinið, það hélt honum veikum, og svo einn daginn deyr hann bara.
Ég og Michelle vorum komin í mikið uppnám, sem olli því að ég einhvern veginn hugsaði ekki nógu vel um liði.
Fyrsti leikur deildarinnar var gegn Inter, sem hafði staðið sig vel undanfarinn ár.
Þetta var heimaleikur og það varð næstum því fullur völlur.
Leikurinn hófst, hann gekk vel til að byrja með og á 23 mínútu skoraði Forssell fyrsta markið. Inter menn sóttu mikið eftir markið og á fertugustu mínútu jafnaði gamall mótherji minn í Englandi, varnarmaðurinn Alessandro Pistone metinn.
Hálfleikstölur voru 1-1 en snemma í seinni hálfleik sást strax hvaða lið myndi vinna þennann leik. Á sextugustu mínúru var staðan orðin 1-3 fyri Inter og á áttugustu mínútu bættu þeir við fjórða markinu.
Á viðbótar tíma kom svo fimmta marki og ég vissi að þetta yrði erfiður vetur, Clarke var farinn og ég var í uppnámi.

Næstu sex leikir töpuðust og allt virtist þetta hafa þau áhrif að hafa ekki Clarke, ég hætti ekki að hugsa um hann.

Þegar ég skoðaði svo job information sá ég mig efstan á lista, var í very insecure.
Ég fór að spá mikið í næst leik sem var gegn nýliðum Pescara, þeir höfðu byrjað sæmilega svo leikurinn myndi örugglega vera mér erfiður.
Markatala Piacenza var fyrir leikinn 4-26.


Þegar leikurinn hófst fylgdist ég gramur með, en á þrítugustu mínútu skorar enginn annar en Mikael Forssell og kemur mér í eitt núll.
Fyrri hálfleikur var ekkert merkilegri en það.

Í síðari hálfleik byrjuðum við á að skora og skoraði hinn framherji minn Zouslouli og aðeins fimm mínútum síðar kom annað mark frá Forssell.

Leikurinn endaði þrjú núll og þegar ég kom heim faðmaði Michelle mig og spurði hvort ég hafi fengið mátt frá Clarke.
Ég klúðraði því og talaði bara um leikinn og sagði að umræðan um Clarke gæti beðið til morguns.
Michelle rauk inn í herbergi og talaði ekki meira við mig þann daginn (Þessar kellingar!).

Daginn eftir þegar um kaffitíma var að ræða og umræðu efni okkar Michelle eru fyrirgefningar og Clarke hringir yfirmaður Piacenza í mig og segir starfi mínu lausu!
Ég var rekinn frá Piacenza eftir glæsilegan 3-0 sigur.
Ég segi Michelle þetta og hún talar um að flytja aftur til Englands, Clarke var líka grafinn þar.
Ég sagði það klárt mál og ferðin heim til Englands hófst.

Þegar til Englands var komið vildi Michelle flytja til London en ekki ég.
Við rifumst mikið um það og viku seinna sóttum við um skilnað.

Allt í lagi, við Michelle erum skilin, hún er farinn til London að reyna við stráka meðan ég er hættur knattspyrnumálum og fluttur á sveitabýli bróður míns þar sem við búum saman með konunni hans.

Skemmtilegri kosturinn er að við á býlinu erum milljónamæringar því ég hirti alla peningana (Michell fór án þess að minnast á þá, en auðvitað datt mér ekki í hug að minnast á þá) og skipti þeim jafnt á milli allra.





Orð frá mér sjálfum: Ég ætla að eyða þessu savei! Vonandi var þetta aðeins betri saga en hin! Og núna tek ég þátt í jólaverkefni í Champ!