From Coventry to Piacenza Þegar ég sat við kvöldmatnum við hliðin á konunni minni og syni mínum þá spurði ég þau hvort þau vildu flytja héðan frá Covenrty. Konunni minni var alveg sama en 9 ára sonur minn fékk kökk í hálsinn og vildi helst ekki flytja héðan. Hann hafði séð pabba sinn vera þjálfara hjá Covenrty og núna var hann framkvæmdarstjóri liðsins, það var eins og hann ætlaði að segja upp sem stjóri.
Sonur minn Clarke Giscorre var Covenrty maður í húð og hár en vildi samt vita hvert átti að flytja, ég sagði það ekki ákveðið.

Ég fór að skoða laus störf, byrjaði sem þjálfari Coventry 1998 og varð svo stjóri þeirra árið 2001, var núna á árinu 2006 að leita mér að lausu starfi. Ég skoðaði laus störf í Finnlandi, Hollandi, Þýskalandi og Englandi. Ég sá nokkur spennandi störf og sagði Clarke syni mínum og Michelle konunni minni frá störfum sem voru laus og hvert við gætum þá flutt. Clarke vildi annað hvort vera hérna í Englandi eða fara til Ítalíu, Michelle var nokkuð sama hvert við færum, bara að ég og Clarke yrðum ánægðir.

,,Ítalía” hugsaði ég þegar ég fór að sofa, það var fimmtudagur og á laugardaginn var leikur gegn Everton.
Daginn eftir þegar ég kom heim af æfingu hjá Coventry fór ég og skoðaði laus störf á Ítalíu, ég sá að nokkur lið voru með laus störf en mest spennandi starfið þarna, það var örugglega hjá liði Piacenza, þeir voru í 14.sæti deildarinnar og vanntaði þarna góðan stjóra, ég hringdi í yfirmann Piacenza og sagðist vilja fá starfið.

Eftir skóla hjá Clarke sagði ég við hann að við myndum kannski flytja til Ítalíu. Hann var sár inn í sér en ég sagði að hann mætti koma á hvern einasta leik hjá Piacenza. Hann fór inn í herbergi.
Um svona hálftíma síðar kom hann út úr herberginu og sagði við okkur Michelle að hann væri sáttur við að fara til Ítalíu og spurði hvnær við færum. Ég sagði við hann að það væri ekki ákveðið hvenær og hvort við færum.

Það var laugardagur og útileikur við Everton gat verið minn síðasti leikur sem ég stjórna Coventry. Clarke og Michelle urðu eftir heima meðan ég lagði af stað í rútu með liði mínu til Liverpool borgar.

Þegar ég gekk inn á völlinn var klappað fyrir mér en ég vissi að þetta yrði erfiður leikur, Everton menn sátu í 4.sæti en ég var í því áttunda, ég vissi líka að það væru menn frá Piacenza að fylgjast með leiknum.

Eftir 75 mínútur var ég 2-0 undir, ég hafði ekki skipt neinum inn á völlinn ennþá en ákvað svo að gera eitthvað í málinu. Ég lét inn á Leon Knigth sem ég hafði keypt frá Chelsea fyrir þremur árum.
Leikurinn endaði 2-2 og skoraði Knigth bæði mörkin.
Við lögðum síðan af stað heim og vorum komnir um kvöldið. Ég fór af íþróttavellinum og beint heim og sagði Michelle og Clarke frá leiknum.

Daginn eftir, á sunnudags kveldi þegar við sátum við matarborðið og borðuðum kvöldmat hringdi síminn, ég sagðist ætla að svara. Þetta var yfirmaður Piacenza, hann bauð mér starfið og ég þakkaði honum kærlega fyrir og sagðist vera kominn til Ítalíu á þriðujdaginn. Ég settist svo við matarborðið og sagði frá tíðindunum.

Á mánudeginum fórum við út á flugvöll, ég var búinn að tylkinna stjórn Coventry að ég væri á leiðinni til Piacenza.
Á þriðjudeginum vorum ég komin til Piacenza borgar og ég var tekinn við liðinu.

Næsti leikur var við Bari sem sat í 17.sæti deildarinnar, fyrir þann leik keypti ég 36 ára gamlan sóknarmann frá liði Vitesse, Jimmy Floyd Hasselbaink.

Leikurinn á sunnudeginum hófst, Michelle og Clarke voru á vellinum, ég sat á bekknum og horfði á leikinn.

Piacenza 4 – Bari 2. Þannig endaði leikurinn og stjórnin var ánægð með mig, Hasselbaink með tvö mörk.

Þegar fjölskyldan át kvöldmatinn um kvöldið sagði Clarke við okkur ,,I love Piacenza and I will play for the team´´!



Framhald síðar, sexygaur,
öðru nafni Guðni