Ég tók við Ajax um daginn og eins og þið allir vitið er þar á bæ varnarmaður nokkur sem ber nafnið Christian Chivu. Hann er Rúmeni og af forvitni ákvað ég að kíkja á Rúmenska landsliðið og sjá hvort að þar reyndust ekki vera fleiri ungir snillingar. Ég flokkaði liðið (rúmenska landsliðið) eftir aldri og fór að kíkja á þá yngstu. Þar sá ég þennan unga varnarmann, Matei Mirel Rãdoi.

Hann er aðeins tvítugur í byrjun og spilar með Steua. Hann er metinn á innan við £500k og maður fær hann á £1,5m-£3m, jafnvel minna ef maður er heppinn. Ég dreif í því að kaupa hann og setti hann bara strax í byrjunarliðið hjá Ajax. Ég hafði hann hægra megin í 2ja manna vörn ásamt Christian Chivu. Ég notaði kerfið 2-1-4-1-2 en það er heldur betur að svínvirka fyrir mig. Í lok fyrstu leiktíðar hafði hann staðið sig mjög vel, var með ú.þ.b. 7,5 í meðaleinkunn. Ef ég bað um Coach report á hann voru allir þjálfararnir sammála um að hann væri leikmaður sem ætti veröld knattspyrnunnar að fótum sér.

Það er alltaf jafn skemmtileg tilfinning að finna svona leikmenn án þess að hafa nokkurn tíman heyrt um þá áður. Hann er núna (á miðri annari leiktíð) fasta- og stjörnuleikmaður hjá rúmenska landsliðinu og fjölmiðlar halda varla vatni yfir honum. Chivu er gersamlega fallinn í skuggann af honum en þó gæti ég ekki hugsað mér liðið án hans.

Svo að næst þegar þig vantar ódýran varnarmann skaltu hafa nafnið Matei Mirel Rãdoi stimplað í minnið.

Ps.
I'm back! ;)