The Italian job, done. Ég setti mér takmark þegar ég byrjaði þetta save. Ég ætlaði að vinna meistaradeildina sama hvað það kostaði. En ég ætlði ekki að gera mér það auðvelt og byrja með Real Madrid (reyndar reyndi ég það einusinni með Valencia og tókst það ekki :D ). Ég byrjaði með Forest Green í ensku Conference deildinni.
7 tímabilum seinna, og 7 deildartitlum, 1 FA bikar, 1 League cup, 1 FA trophy og 1 UEFA bikar seinna ákvað ég að þetta væri ekki að takast hjá mér. Ég komst einusinni í úrslit Meistaradeildarinnar en tapaði í vítakeppni. Datt út árið eftir í 2. hluta riðlakeppninnar. Ég sagði upp.

Hvaða lið væri líklegt til að geta uppfyllt drauminn minn. Arsenal bauð mér starf, en þeir voru fallnir í 1. deild. Nei.
Juventus bauð mér starf. Þeir voru fallnir í Serie B. Nei.
En ég fann eitt lítið lið, með sæmilegann völl, sem átti pening og hafði leikmannahóp sem var ekki algert rusl. Noceria var nýkomið aftur uppí Serie C eftir að hafa fallið 2002. Þeir buðu mér 1 milljón punda til að kaupa leikmenn og með 12 þúsund manna völl sá ég fram á að lenda ekki strax í peningavandræðum. Já.

(Ég vill bara taka það fram að ég er ekki með leikinn fyrir framan mig þegar ég skrifa þetta svo að nöfn eru ekki alltaf rétt og stundum man ég þau ekki. Enda skiptir það litlu vegna þess að flestir þessa leikmanna eru ekki í leiknum í upphafi.)

Þá byrjuðu leikmannahreinsanirnar. Ég tók við liðinu 2 júlí, og einmitt degi áður þá höfðu 8 leikmenn verið keyptir með ýmsu móti. Og bara einn af þeim var leikmaður sem ég gat hugsað mér að nota. Mjög góður markmaður sem átti eftir að reynast mér vel næstu árin. Einnig var keyptur ágætis AMC en hann var ekki með evrópskt vegabréf og það má bara nota einn þannig leikmann í hverjum leik í Serie C, og ég hafði augastað öðrum manni utan ESB. Roman. Sóknarmaður sem hafði spilað alla sína tíð í Kína. 7 tímabil. 170 leikir. 160 mörk. Ekki slæmt. Og eftir mikið samningaþref þá fékk ég hann á aðeins 20 þúsund pund en hann varð launahæsti leikmaðurinn (ekki það að ég hafi séð eftir þeim peningum).
Margar aðrar stöður þurfti að styrkja, en þeir einu sem ég keypti og voru áhugaverðir voru Marlon Harewood, frá Nottingham Forrest sem höfðu lítið sem ekkert notað hann. Hann átti að fá AMC stöðuna sem er alger lykilstaða í mínum plönum. Og svo Figo. 35 ára Ofurstjarna sem hafði ekki fundið sér lið eftir að Real Madrid hafði gefið honum frjálsa sölu. Ég bauð honum risasamning (á minn mælikvarða) og hann samþykkti strax, enda vissi hann að þetta lið ætti eftir að gera góða hluti undir minni stjórn.

Fyrsta tímabilið var svosem ekki mjög áhugavert, ég var bara að byggja upp grunn fyrir alvöru lið og stefndi leynt og ljóst á Serie B. Það var ekki mikið erfiði. Ég setti marka og stiga met í Serie C, og markmaðurinn minn fékk aðeins á sig 14 mörk í 48 leikjum (sjá kasmír síðuna mína.). Marlon Harewood átti gríðarlegt tímabil. 40 leikir, 30 mörk, 15 stoðsendingar og leikmaður ársins í Serie C og Roman setti 25. Figo spilaði stórann þátt í velgengninni en seinni hluta tímabilsins var hann samt orðinn þreyttur og hlutverk hans fór minnkandi. Nokkrar leikmannasölur um sumarið gáfu mér smá vasapening sem var notaður til að styrkja liðið. Ég náði í nokkra menn sem höfðu reynslu úr Serie A en voru ekki ánægðir hjá sínum liðum.

Annað tímabilið var lítið merkilegra nema fyrir þær sakir að aftur náði ég í aldraðar stórstjörnur, Vieri og Rivaldo skrifuðu undir risasamninga og liðið setti aftur stiga og markamet. Marlon Harewood átti aftur gott tímabil, 44 leikir 20 mörk og 12 stoðsendingar. Roman var aftur í kringum 25 mörk, en Vieri og Rivaldo voru ekki að vinna fyrir laununum sínum enda farnir að banka uppá hjá elliheimili borgarinnar.

Serie A var næsta hindrun mín á leið minni að lokatakmarkinu. Og ég var eiginlega farinn að efast um að þetta væri rétta liðið. Litlir peningar í vasanum, lág laun í boði, og völlurinn var sjaldan fylltur. En ég er ekki vanur að gefast upp! V. Montella var einn einn sem komst á lista okkar yfir háaldraðar stórstjörnur. Aðrir leikmenn voru ekki áhugaverðir nema einn sókanarmaður sem ég fékk frá Spáni á Bosman, áhugaverður en ekki notaðir… strax. Marlon Harewood ákvað alltí einu að liðið væri ekki nógu stórt fyrir hann, hann væri of merkilegur fyrir liðið sem bjargaði ferlinum hans. Fair enough, ég skellti honum á sölulista án þess að gugna. Leikstjórnandinn minn vildi líka fara og ég var ekkert nema glaður að selja hann til Juve fyrir tæpar 10 milljónir (þeir féllu aftur í Serie B svo ég hafði litlar áhyggjur af því að mæta honum, hann var svo fúll að ég varð að láta hann fara, og svo vantaði mig sárlega pening.)
Tímabilið byrjaði svosem eins og mig grunaði, ég tapaði og tapaði, nema reyndar í bikarnum. Ég reyndi að breyta taktíkinn og allt sem mér datt í hug, en það form sem hafði komið mér uppí Serie A var ekki til staðar. Ég var kannski orðin of góðu vanur, eftir 12 leiki var ég í 6 sæti, en var búinn að tapa 4. :) Ég breytti aðeins byrjunarliðinu, og kafaði djúpt í leikmanna markaðinn. Ég tel svosem ekki upp hvern leik fyrir sig, en það ótrúlega gerðist og þegar einn leikur var eftir var ég skyndilega efstur í deildinni, og síðasti leikurinn var á móti lið sem var löngu fallið. En ég þurfi sigur til að vera öruggur. Og hvernig fór svo? ég kemst í 2-0. Þeir jafna. Ég kemst í 3-2. Þeir jafna aftur. Endar 3-3. Roma sem voru stigi á eftir mér unnu sinn leik, en það var sko ekki öruggt heldur, þeir komust í 2-0, fengu á sig mark, markmaðurinn var rekinn útaf og Helv*** hitt liðið klúðraði vítinu. Þannig að Roma vann 2-1 og unni mig með einu stig. En ég vann bikarinn og endaði í 2 sæti, og ég gat svo sannarlega ekki kvartað. En breytinga var þörf. Ég nældi mér í upprennandi Rússneskan landsliðsmarkamann, rosalegann grískann vinstri kant og 2 unga frábæra varnarmenn. Og miðjumaðurinn sem ég seldi til Juve kom aftur fyrir litlar 3 millur :D. Ég náði mér líka í portúgalskann miðjumann sem fór beint inní liðið sem fyrirliði (kom rétt eftir jól þetta tímabil og var aðalmaðurinn í að tryggja mér 2. sætið). Harewood fór til Hearts fyrir 2 milljónir og megi hann rotna þar! Roman setti 20 mörk og Montella náði 15. En hann var líka að eldast hratt svo ég leyfði honum að fara um sumarið.

2. tímabil í Serie A og meistaradeildin framundna. Chris Iweloum (frá Stoke!!) var nýji stjörnusóknarmaðurinn.

Gerum ekki stutt mál langt. Meistaradeildin olli mér smá vonbrigðum en ég vissi svosem að mannskapurinn var ekki nógu mjög sterkur, sérstaklega sóknin. En það voru litlir peningar í kistunni og lítill áhugi á að koma til mín. Ég náði að komast í gegnum fyrstu umferðina í meistaradeildinni, en seinni umferðin varð hálf endasleppt, ég vann fyrsta leikinn og síðan ekki söguna meir. Ég endaði í 2. sæti (aftur!) og vann bikarinn. Ekki slæmt en ég vildi meira. Ég vildi Meistaradeildarbikarinn! Þetta sumar voru miklar breytingar. Eftir að stjórnin neitaði mér um vallarstækkun (ég var 33 frá því að hafa fullan völl að meðaltali í deildinni, þetta er eiginlega galli í leiknum) þá gerði ég smá galdrabrögð og skyndilega var völlurinn orðinn 20 þúsund sæti og liðið 10 milljónum fátækara. En það var svosem ekki aðalmálið. Aðalgaldrabragðið mitt var að kaupa sóknarmann sem njósnararnir mínir voru búnir að mæla með í heilt ár. En núna loksins vildi hann koma og ég gat boðið honum laun. Ég var líka mjög glaður þegar einn njósnarinn minn benti mér á ungann grikkja sem var með leiknustu mönnum í heimi :D. Það fór einn mjög góður maður út þetta sumar fyrir 11 milljónir (hann vildi stærra lið og ALLIR í liðinu hötuðu hann), og Chris I fór líka enda var hann bara ekki jafn góður og ég hafði vonað. Roman var farið að förlast svo ég nældi í annan leikinn Ítala til að bæta þann skaða upp. Einnig fékk ég 2 góða skota og einn ungann Dana. Ég var mjög ánægður með hópinn og held að ég hafi aldrei haft jafn gott lið, jafnvel ekki hjá Forest Green.

Tímabilið byrjaði ekkert sérstaklega, en ég bjóst líka við því, margir nýjir menn og breytt taktík. Það sem mér þótti þó verst var að í nóvember voru nýju stjörnusóknarmennirnir mínir búnir að spila til samans 25 leiki, og skora 2 mörk :( Ég setti Roman aftur í liðið, og fann gamla útgáfu af 2-1-4-1-2 kerfinu mínu (breytingarnar sem ég gerði virtust hafa verið slæmar) og þá fór mér að ganga betur. García (Argentíski sóknarmaðurinn minn) fór að setja mörk en inn vildi boltinn ekki hjá Roman. Hvað átti ég að gera? Ég átti marga unga sóknarmenn en engann sérstakan sem ég treysti til í þetta hlutverk. Þá mundi ég eftir sóknarmanninum Garrido sem ég fékk fyrir 3 árum. Hann hafði fengið fá tækifæri en nýtt þau ágætlega. Samtals 30 leikur (15 sem varamaður) og hann skoraði 12 mörk. Ég skellti honum í liðið en það sem ég hafði mestar áhyggjur af voru MC stöðurnar í liðinu. Ég ákvað að þarna yrði ég að styrkja liðið!
Roma féllu árið á undan (jamm urðu meistarar, buðu mér starfið og féll svo :D ) Og þeir áttu fyrirliða ítalska landsliðsins. Og ég keypti hann á litlar 19 milljónir :) Og hann var svo sannarlega síðasti bitinn í púslið mitt. Ég tapaði varla leik eftir að ég keypti hann, og García skoraði nú sem aldrei fyrr. En sá sem hjálpaði hvað mest var litil auminginn hann Garrido. Hann skoraði 2 mörk í fyrsta leiknum sínum og endaði tímabilið með 14 mörk úr 15 leikjum. :) Hann bjargaði mér svosannarlega, nema sá galli var að ég hafði ekki skráð hann í meistaradeildina og síðan þegar ég mátti bæta við mönnum mátti ég bara skrá einn og þá varð það miðjumaðurinn sem fékk forgang.
Í byrjun maí leit þetta vel út. Ég átti einn leik eftir í deildinni og ég þurfti bara jafntefli til að vinna deildina. Ég átti seinni úrslitaleikinn í bikarnum eftir en ég vann þann fyrri 3-1. Og ég átti seinni undanúrslitaleikinn við Liverpool eftir í meistaradeildinni, á útivelli reyndar eftir 0-0 fyrri leik. Möguleiki á þrennu.
Til að gera langa sögu stutta þá vann ég Liverpool 3-0 (Garcia setti 2) og náði 1-1 jafntefli í síðasta deildarleiknum. Meistaradeildar úrslitaleikurinn var við Club Brugge. Þeir lögðu Real Madrid í hinum undanúrslitaleiknum svo að eitthvað kunnu þeir fyrir sér í fótbolta. Ég sá fram á þennan venjulega 0-0 leik (hef spilað 3 svoleiðis meistaradeildarúrslitaleiki og tapað þeim öllum í vítakeppni) En ég hefði ekki getað haft jafn rangt fyrir mér hefði ég reynt það. Brugge áttu aldrei séns og 3-0 lokastaðan hefði getað verið mikið verri fyrir þá.
ÉG VANN MEISTARADEILDINA !!! :)
Bara sáttur :)

Annars vann ég bikarinn líka (3 ár í röð, og ég hef aldrei verið með mjög góð bikarlið) þannig að ég vann þrennuna. Og núna er ég að spá í að eyða þessu save-i. :D

12 ár og 8 deildartitlar, 7 bikarar og 2 evróputitlar. Núna ætla ég að snúa mér að CM01/02 og eina spurningin er, dett ég aftur niður á góða taktík (ætla ekki að nota þessa aftur) og finn ég spennandi deild til að spila.

Takk fyrir mig
Daz.