Saga Cm. Þar sem þetta er sögukubbur fannst mér við hæfi að fyrsta sagan sem að hingað yrði sent væri sagan af leiknum sem við allir spilum, CM.

Vinsældir Cm um allan heim eru gífurlegar. Þetta er ein mest selda leikjasería heims og er í sérflokki þegar kemur að stjórnunarleikjum. Annar Collyer bræðrana (man ekki hvor) útskýrði vinsældir leiksins með þessum frægu orðum: ,,þetta er leikur fyrir knattspyrnuáhugamenn, skrifaður af knattspyrnuáhugamönnum.´´

Hérna er saga Cm leikjana:

Við erum stödd árið 1992 og CM1 kemur út. Leikurinn var gerðu af bræðrum, fótboltafíklum sem að unnu leikinn í svefnherberginu sínu. Þessir bræður eru að sjálfsögðu Paul og Oliver Collyer, nöfn sem við flestir þekkjum. Cm1 var fyrsti alvöru manager leikurinn sem að gerður hafði verið og var nánast eins og draumur allra fótboltaáhugamanna rættist, loksins var hægt að stjórna uppáhaldsliðinu sínu. Leikurinn seldist vel og lagði grunnin af einni vinsælustu leikjaseríu sem gerð hefur verið. Annar leikurinn sem SI gaf út var update af Cm1. Enn aukst hróður CM og aðdáenda hópurinn stækkaði.

Árið 1994 kom síðan út Cm Italy. Þessi leikur er einn vinsælasti cm leikurinn frá upphafi og eru margir sem að spila hann enn þann dag í dag. Hann seldist í bílförmum og Championship Manager hafði fest sig í sessi sem besti knattspyrnustjóraleikur sem til var.

Árið 1995 var loksins gefin út ný útgáfa af Cm, Cm2. Þessi leikur var bylting og margir, margir nýir aðdáendur byrjuðu að spila þennan leik. Margir sem að stunda þessa síðu stigu sín fyrstu spor í þessum leik (þ.á.m. ég). SI uppdate-uðu leikinn tvisvar, 96-97 og 97-98. Leikirnir voru hver öðrum vinsælli og seldust í tonnatali.


Hinn 26.mars árið 1999 umturnaði SI heiminum með útgáfu Cm3. Leikurinn seldist ótrúlega vel og ef minnið svíkur mig ekki þá seldist hann upp á fystu helginni í BT. Eins og Cm2 gerði laðaði hann að fullt af nýjum aðdáendum. Í cm3 var reynt að ná vinsældum í öðrum heimsálfum með því að bæta deildum þaðan í leikinn. Í Cm3 var einnig í fyrsta skipti sett inn æfingarprógram og voru heldur misjafnar skoðanir á því, fannst mörgum það gera leikinn of líkan Player manager og öðru rusli. SI hafa gefið út þrjú update af leiknum og kom það nýjasta út núna í haust.

Cm4 er væntanlegur næsta haust og má búast við enn einu æðinu. SI hafa þegar gert opinbert að leikurinn verði með 2D leikjavél þannig að menn geta horft á leikina sína spilast. Eins og með æfingarkerfið í Cm3 eru skiptar skoðanir á þessu finnst mörgum SI menn vera á hálum ís í því að líkja eftir Player manager.

Eins og áður segir komast aðrir manager leikir ekki með tærnar þar sem Cm hefur hælana. Besta dæmið um það er þegar tafir urðu á útgáfu cm3 gáfu fullt af fyrirtækjum frá sér manager leiki, en enginn komst nálægt Cm3 í sölu. Cm er kóngur manager leikjana og er fátt sem virðist geta ógnað krúnu hans í augnablikinu.

Endilega segið ykkar skoðun á þessari grein og látið mig vita ef ég fer með rangt mál, minni eru ekki óbrigðul.

Takk fyrir að lesa og spilið cm!

Kveðja,
Pires

P.S. Hægt er að downloada fyrstu þrem cm leikjunum á Sigames.com.

P.S.2 Ef þið viljið lesa sögu SI þá farið á þennan linkinn (á ensku) http://www.sigames.com/eng/about_companyhistory.shtml ágætis lesning!
Anyway the wind blows…