Lionel Morgan Úff, það eina sem ég get sagt um þennan leikmann .. Frábær !! Þetta er einn af bestu kantmönnum leiksins mundi ég halda. Hann hefur allt sem kantmenn þurfa að hafa, frábærar fyrirgjafir, góðan hraða, fína tækni og góða boltameðferð. Svo er ekki verra að hafa “Long Shots” í 20 eins og hann. Lionel Morgan er leikmaður sem hvert einasta lið hefur not fyrir, ég veit samt ekki með stóru klúbbana en fyrir litlu liðin þá er þetta algjör demantur. Ég fékk hann einmitt til Sunderland og hann fór beint á vinstri kantinn. Ég keypti hann frá Wimbledon fyrir eitthvern tittlingaskít eða 150 þúsund pund. Það er hægt að fá hann alltaf fyrir svona litla upphæð þar sem Wimbledon lendir í greiðslustöðvun strax í byrjun leiks. Þá er um að gera að nýta sér það og hirða Morgan og annan leikmann frá þeim að nafni Nigel Reo-Coker minnir mig. Þeir tveir eru alveg frábærir.

*****Lionel Morgan*****

Fæðingardagur: 17.2.1983
Þjóðerni: Enskur
Lið: Wimbledon
Staða: Sókndjarfur miðjumaður
Nr. á velli: #14 (líkt og minn uppáhalds leikmaður, Thierry Henry :)

Mig langar aðeins til að segja frá honum og var hann “skotmark” Tottenham leiktíðina 2001/2002 og buðu þeir í hann 750 þúsund pund. Wimbledon neituðu því tilboði enda mikilvægur leikmaður í liði þeirra. Miklar vonir voru gerðar til hans á síðustu leiktíð en því miður þá settu alvarleg hnémeiðsli strik í reikninginn og hann var frá í langan tíma. Hann kom sterkur inn eftir meiðslin og sýndi hvað í honum býr á síðari hluta tímabilsins, hann var svo valinn í enska U20 landsliðið.

“Very tricky on the ball, his speed and skill frightens defenders.”

Þeir sem skilja ensku sjá að hérna á ferð er mjög efnilegur drengur sem mun sennilega ná langt í framtíðinni.

En hjá Sunderland undir minni stjórn þá var hann alveg frábær. Á sinni fyrstu leiktíð þá spilaði hann í 1.deildinni og lék 44 leiki skoraði 7 mörk lagði upp 12 og var fimm sinnum kosinn maður leiksins. Hann var svo með einkunina 7.52 í lok leiktíðar. Á næstu leiktíð þá vorum við komnir í úrvalsdeild og var hann auðvitað fastamaður í liðinu á vinstri kantinum og þá spilaði hann 45 leiki skoraði 4 mörk lagði upp 10 og var fimm sinnum kosinn maður leiksins. Hann endaði svo með einkunina 7.38 í lok leiktíðar.

Ég mæli eindregið með þessum leikmanni og hann er hverrar krónu virði. Ég hef ekkert meira að segja um hann.

Kv. Geithafu