Kasper Schmeichel Næsta greinin mín mun fjalla um hinn unga og efnilega markvörð Man. City, Kasper Schmeichel. Eins og alþjóð veit þá er hann sonur eins besta markmanns fyrr og síðar, Peters Schmeichel sem gerði einmitt garðinn frægan með Manchester United. En nóg um það. Ég fékk Kasper til Sunderland í janúar á leiktíð 2004/2005 og þá í exchance fyrir annan leikmann sem ég man ekki alveg hver var. Kasper fór beint í byrjunarliðið enda með frábæra stata miðað við að vera aðeins 16 ára gamall (fæddur 1987). Hann spilaði 26 leiki á leiktíðinni og fékk á sig 23 mörk.

Deild: 18 leikir - 18 mörk fengin á sig
Bikar: 8 leikir - 5 mörk fengin á sig

Hann endaði svo með einkunina 7.04 í lok leiktíðar og var þrisvar sinnum kosinn maður leiksins í þessum 26 leikjum sem hann lék. Þetta er frábær markmaður og hann er mjög góður svona einn á móti einum enda er hann með 20 í “One on ones” allavega hjá mér.

*****Kasper Schmeichel*****

Fæðingardagur: 25.5.1987
Þjóðerni: Danskur
Lið: Manchester City (varalið, U19)
Staða á velli: Markmaður

Ég mæli eindregið með þessum manni og er hægt strax í byrjun leiks að signa hann en maður þarf að borga Man. City 250k fyrir hann. Hann er hverrar krónu virði og hann mun verða betri og betri í komandi framtíð. Við skulum vona að hann spjari sig vel hjá Man. City og lendi ekki í neinum alvarlegum meiðslum sem getur komið fyrir bestu menn. Ég hef nú ekkert meira að segja um hann nema það að þetta er frábær markmaður og þeir sem hafa reynslu af honum endilega segið ykkar álit.

Kv. Geithafu