Piotr Trochowski Jæja svona til að lífga aðeins uppá leikmannakubbinn þá ætla ég að koma með eina umfjöllun í viðbót. Að þessu sinni er það þýskur piltur sem er með pólskt ríkisfang. Hann spilar með Bayern München og hann heitir Piotr Trochowski. Hann er miðjumaður (AMRL) og hann hefur allt sem kantmaður þarf að hafa. Hann er fljótur og með góðar sendingar. Eins og með Lennon þá fékk ég Trochowski til Portsmouth. Hann er oftast í byrjun leiktíðar “Listed for loan” svo þá er ekkert annað í stöðunni en að reyna að fá hann lánaðann út tímabilið.

Á fyrstu leiktíð minni sem stjóri Portsmouth fékk ég hann lánaðann og ég setti hann strax í liðið og á vinstri kantinn. Hann spilaði 39 leiki, skoraði 1 mark og lagði upp 15 mörk. Hann endaði svo með einkunina 7.33. Hann kláraði lánssamninginn og fór svo til Bæjara á nýjan leik. Ég fékk hann svo frjálsri sölu frá Bayern leiktíðina 05/06. Þessa leiktíð lék hann 47 leiki skoraði 5 mörk og lagði upp 7 mörk. Hann var svo valinn 2 sinnum maður leiksins. Hann endaði með einkunina 7.21 í lok leiktíðar. Á næstu leiktíð var hann að vanda í liðinu og sem fyrr á vinstri kantinum. Núna lék hann 49 leiki skoraði 3 mörk og lagði upp 10. Hann var svo valinn 1 sinni maður leiksins. Svo endaði hann með einkunina 7.33.

Hann byrjar aðeins 20 ára í leiknum og þess vegna er þetta alveg framtíðarleikmaður. Ég mæli eindregið með honum því hann leggur mikið upp af mörkum enda með eitraðar sendingar fyrir markið. Þetta er frábær leikmaður sem er hægt að fá fyrir minna en 1 milljón punda. Þetta er auðvitað í CM 03/04.

Þetta er kannski lengsta greinin hérna en þetta er bara það sem me´r finnst að þurfi að koma fram í sambandi við leikmanninn. Ég held að allt sé komið. Endilega segið álit ykkar á þessari grein og endilega segið frá ykkar reynslu af þessum leikmanni.

Kv. Geithafu