Jesuli Ég spilaði nokkur tímabil með Celta de Vigo núna í jólafríinu og samdi ég sögu um fyrsta tímabilið og sendi hérna inn. Einn leikmaður kom mér frekar mikið á óvart en það var Jesuli. Ég bjóst ekki við miklu af honum í byrjun, hann virtist bara vera meðal leikmaður með ágætis tölur. Ég hafði þó ekki um marga leikmenn að velja í fyrstu og leyfði honum að vera í byrjunarliðinu. Eftir fyrstu leikina tók ég eftir því að stjórnin mat hann sem einn mikilvægasta leikmann liðsins, án þess þó að hann hafði verið að gera einhverja sérstaka hluti. En það fór nú að breytast og fyrr en varði var hann orðinn hinn mesti markaskorari og það mátti bóka að hann skoraði a.m.k. eitt mark í leik. Í lok leiktíðar var hann markahæsti leikmaður Celta, sem og deildarinn sjálfar, með 48 mörk í 40 leikjum, 37 mörk í deildinni. Og auk þess varð hann í 2. sæti í kjörinu um leikmann ársins á Spáni.


Nánari upplýsingar um Jesuli:

Fullt nafn: Jesus Mora Nieto Jesuli
Fæðingardagur og ár: 24. janúar 1978
Aldur: 25 ára
Þjóðerni: Spænskur
Fæðingarstaður: Sevilla
Hæð: 178 cm
Þyngd: 63 kg
Staða: Miðjumaður/framherji

Jesuli er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað alls staðar á miðjunni sem og frammi. Hann hefur skorað ein stórbrotnustu mörk liðs síns undanfarin tvö tímabil en hann hefur margt annað að bjóða en markaskorun. Hann er fagmannlegur, leikinn með boltann, lipur og mjög fljótur.

Fæddur og uppalinn í Sevilla komst hann upp úr unglingaliði Sevilla FC og spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið árið 1997. Hann ávann sér svo fast sæti í byrjunarliðinu á tímabilunum 1997/98 og 1998/99 þegar Sevilla var í spænsku annarri deildinni.

Árið 2000 var hann keyptur til RC Celta de Vigo fyrir 6 milljónir evra. Hann var fljótur að laga sig að aðstæðum þar, spilaði 8 leiki í UEFA Cup á sínu fyrsta tímabili. Á því næsta spilaði hann 35 leiki og skoraði 9 mörk.

Tímabilið 2002/03 var líklegast hans besta tímabil með Celta. Hann spilaði þá á hægri vængnum og var mjög hættulegur andstæðingunum þar. Hann skoraði 7 mörk í spænsku deildinni og eitt í UEFA Cup og var átti stóran þátt í því að Celta tryggði sér rétt til að spila í Meistaradeildinni á tímabilinu 2003/04.

Hann er búinn að spila 17 leiki á þessu tímabili og kominn með 4 mörk. Samtals hefur hann spilað 169 leiki um ævina og skorað 27 mörk.

Ég mæli eindregið með að sem flestir prófi hann ef þeir eru í leit að ódýrum en góðum framherja. Þessi er alveg hreint brilliant.