Richie Partridge Í einum af mínum fyrstu save-um í CM 03-04 var með West Ham. Skemmtilegt lið þar á ferð og athyglisverður hópur. Ég sá strax að mig vantaði hægri kantmann en ég átti mjög lítinn pening þannig ég ákvað að leita að einhverjum mönnum sem var hægt að fá lánaða. Ég sá strax leikmann að nafni Richie Partridge og spilaði hann með Liverpool, hann var með fína stata og ákvað ég að fá hann til mín. Partridge stóð sig vægast sagt frábærlega yfir tímabilið og var með lang bestu meðaleinkunina í liðinu mínu, eða 8,11. Ég varð að fá þennan leikmann en hann vildi bara ekki koma til mín, sem var skiljanlegt enda gat ég ekki boðið mjög há laun.

Eftir að ég fékk leið á West Ham ákvað ég að byrja með Tottenham og mitt fyrsta verk þar var að fá Riche Partridge lánaðan út tímabilið. Hann kom og stóð sig enn betur en síðast, hann var með hæstu meðaleinkunnina í liðinu, eða 8,38 í þetta skiptið og var ég mjög ánægður með þennan mann. Eins og í save-inu með West Ham reyndi ég aftur og aftur að fá hann en án árangurs. Eina leiðin sem ég sá til að fá hann á langtímasamning var að byrja bara með Liverpool, flóknara var það ekki.

Ég ákvað að hafa hann á bekknum í fyrsta leiknum á tímabilinu. Leikurinn var vináttuleikur á móti Bologna og gekk mínum mönnum ekki nógu vel að skora þannig ég setti Partridge inn á völlinn á 70. mínútu. Hann var með sjö í einkunn allt þar til að 90. mínútu. Þá fiskaði hann aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og ákveður að taka hana sjálfur og auðvitað skorar hann. Og ekkert smá mark, þvílíkur snúningur í stöngina og inn.

Núna er svolítið liðið á tímabilið og er drengurinn að standa sig frábærlega, er með 8,21 í einkunn.

Ég segi við alla að fá þennan leikmann til ykkar því hann er algjör demantur. Samningurinn hans rennur út um áramót á fyrstu leiktíð þannig það ætti ekki að vera erfitt.

Hérna fyrir neðan koma svo smá upplýsingar um leikmanninn:

Númer: 28
Staða: Kantmaður
Þjóðerni: Írskur
Fæðingardagur: 12/09/1980
Hæð: 170 cm
Þyngd: 67 kg.

Takk fyrir og ég vona að þetta hafi verið skemmtilegur lestur :)

Kveðja,
Þorsku
ViktorXZ