David Bellion Ég fékk leið á Ajax seivinu mínu í CM 03/04 svo ég ákvað að fara til Englands og ég hugsaði með mér að Fulham gæti verið skemmtilegt lið til að stjórna. Þar sem litlir peningar voru til ákvað ég fyrst að tékka hvaða leikmenn væru á lánssamning. Ég sá að leikmaður Manchester United, David Bellion væri “listed for loan” og svo kíki ég á tölurnar hans og þær eru kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir, nema að hann er með 20 í pace, sem er mjög gott fyrir framherja. Ég hugsaði að þarna gæti verið góður senter sem gæti gert mikinn usla fyrir framan markið ásamt Louis Saha svo ég ákvað að reyna að fá hann í lán. Hann kemur til mín nokkrum dögum síðar og var í láni út tímabilið. Hann er ungur, byrjar 21 árs og er í U21 liðinu hjá Frakklandi.

************David Bellion************

Fæðingardagur: 27. nóvember 1982
Þjóðerni: Franskur
Fæðingarstaður: París
Lið: Manchester United
Fyrri lið: Cannes, Sunderland
Staða: Framherji
Númer: 12

Hann gekk til liðs við Sunderland sumarið 2001 og þá var hann aðeins 19 ára gamall og kom hann frá franska liðinu Cannes. Hjá Cannes hafði hann verið frá 14 ára aldri og var hann hjá félaginu á sama tíma og núverandi leikmaður Arsenal, Patrick Vieira var þar. Hann lék svo sinn fyrsta leik fyrir Sunderland í ágúst 2001 og kom hann ínná sem varamaður á móti Fulham. Hann skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark á móti Aston Villa og kom það á seinustu leiktíð. Markið reyndist vera það sem réð úrslitum leiksins. Bellion spilaði 20 leiki fyrir Sunderland og byrjaði hann fimm sinnum inná en kom fimmtán sinnum inná sem varamaður. Fyrir þetta tímabil kom hann til Man. Utd og þurftu þeir ekki að borga neitt fyrir hann. Hann hefur spilað níu leiki fyrir félagið það sem búið er af leiktíðinni. Hann hefur skorað eitt mark fyrir félagið og kom það á móti Leeds í deildarbikarnum.

En ég ákvað að fá hann í lán til Fulham og ég sá svo sannarlega ekki eftir því. Í fyrsta leiknum í deildinni sem var heimaleikur gegn Portsmouth sem vannst auðveldlega 5-0 fór Bellion hamförum og skoraði 4 mörk. Hann lét ekki deigan síga heldur lagði hann upp 5 markið sem Louis Saha skoraði. Ég hafði fundið framtíðar sóknarparið. En hann spilaði 39 leiki á tímabilinu og skoraði hann 24 mörk. Hann var með 7 stoðsendingar og var 4 sinnum kosinn maður leiksins. Hann fékk aðeins 3 gul spjöld yfir leiktíðina og svo endaði hann með einkunina 7.69.

Ég mæli eindregið með honum og hægt er að fá hann í lán í byrjun tímabilsins og svo er hann settur á sölulista þegar líður á tímabilið og þá er “Asking Price” eitthvað í kringum 3-4 milljónir sterlingspunda.

Ég vona að ykkur hafi fundist þetta góð grein um góðan leikmann og þið verðið að tékka á honum, hann er ekki bara að skora heldur leggur hann líka upp.

Takk fyrir mig
Kv. Geithafu