Florent Malouda Núna næstu daga ætla ég að skrifa um 7 leikmenn sem ég hef reynslu af. Þessir menn eru allir gríðarlega góðir og ég mæli með þeim öllum. Fyrsti leikmaðurinn í röðinni er hinn franski Florent Malouda sem byrjar reyndar í Guingamp en er núna í Lyon. Það er hægt að fá hann fyrir lítinn pening frá Guingamp en ég fékk hann á 1,1 millu.

Smá upplýsingar um hann:

Fæðingardagur: 13 júní 1980
Bærinn sem hann fæddist í: Cayenne
Þjóðerni: Franskur
Hæð: 181 cm
Þyngd: 73 kg
Staða: Sókndjarfur miðjumaður
Núverandi lið: Lyon
Fyrri lið: 98-00 - Chateauroux, 00-03 - Guingamp

Reynsla mín af þessum leikmanni er hreint út sagt frábær. Ég keypti hann til Torino á 1,1 milljón og ég lét hann fyrst spila vinstra megin á miðjunni í leikkerfinu 4-3-3 og hann var ekki alveg að finna sig. En svo á næstu leiktíð breytti ég í leikkerfið 3-4-1-2 þar sem ég setti hann á vinstri kantinn og þar blómstraði hann alveg. Hann lagði upp slatta af mörkum og skoraði einnig nokkur. Hann er tilvalinn í að spila á vinstri kantinum og ég mæli eindregið með þessum manni.

Ég spila reyndar CM 01/02 eins og ég hef sagt oft áður og það getur vel verið að hann sé miklu betri í CM4, ég veit það bara ekki. En endilega tékkið á honum og prufið þá að kaupa hann ef ykkur líst vel á hann.

Takk fyrir mig

Kv. Geithafu