Jæja, framhald af Southampton saveinu, og fyrir þá sem lásu ekki fyrri sögu þá endaði ég í 6.sæti og, æji lesið bara söguna.

(Lið sem komu upp voru Crystal Palace, Coventry og Birmingham) (Lið sem féllu voru Bolton, Middlesbro og Sunderland)

Ég byrja á að því að sýna ykkur byrjunarlið mitt, síðan geri ég eins og í nokkrum sögum, segi sér frá deildinni, sér frá bikar og.s.f.v.
Allavega var byrjunarliðið svona: Gk: Paul Jones, Dr: Jason Dodd, Dl: Wayne Bridge, Dc: Claus Lundekvam, Dc: Abel Xavier, Amr: De Lucas, Aml: Fabrice Fernandes, Mc: Gilles Grimandi, Mc: Motta, Sc: Louis Saha, Sc: Marian Pahars. Varamenn: Neil Moss, Francis Benali, Matt Oakley, Anders Svenson og Tommy Smith.
(Jo Tessem var seldur rétt fyrir tímabilið til Real Sociadad)



Deildarbikar:

Fyrst mætti ég liði Oldham, ég stillti upp mínu sterkasta liði og vann örugglega 4-0, Saha með þrennu og Motta með eitt. Næst urðu á vegi mínum Preston og vannst sá leikur í framlengingu með marki Tommy Smith. Næst var það lið Leeds, sem voru mjög sterkir, eiginlega og sterkir fyrir mig því þeir unnu mig 3-1, James Beattie skoraði öll mörk Leeds á meðan Xavier skoraði fyrir mig. Deildarbikarinn úr sögunni.



Bikarkeppnin:

Ekki stóð hún lengi því ég tapaði fyrsta leiknum mínum gegn Arsenal, 4-0. Þessi bikar líka úr sögunni.


Deildin:


Fyrsti leikur var gegn Man.Utd sem tapaðist 0-2, en ég náði jafntefli gegn Coventry í næsta leik 1-1, Grimandi með markið. Næstu átta leikjum tapaði ég, öllum! Og var markatalan mín þar 5-22, en þessi fimm mörk skoruðu Saha 2, Motta, Tommy Smith og Marian Pahars. Þarna var ég orðin neðstur og blasti það við að ég fengi að taka pokann minn. Næsti leikur var gegn Leicester sem sátu í 19.sæti með 3 stig svo það var mikið í húfi, mark De Lucas tryggði mér sigur. Næst gerði ég 0-0 jafntefli við Derby en næstu þrjá leiki vann ég og var Saha aðalmaðurinn á bak við þá sigra, en næst kom tap gegn Fulham. Ég ákvað að breyta smá í leikmannahópnum, ég tók Grimandi út úr liðinu og lét Oakley inn í staðinn, svo tók ég Pahars út og lét Smith inn. Það gekk. Því ég náði að vinna Liverpool í næsta leik, 2-1 með mörkum frá Saha og De Lucas og svo vann ég Tottenham 0-2 með mörkum frá Lundekvam og Motta. Þarna sat ég í 16.sæti eftir 18 leiki og ekki sloppinn við fall, ég bjóst við mikilli fallbaráttu. Tap gegn Birmingham gerði það að verkum að ég datt niður í 18.sæti, þetta var orðið spennandi. Til að gera langa sögu stutta get ég sagt frá því að í næstu 11 leikjum sem ég keppti vann ég 3, gerði fjögur jafntefli og tapaði 4. Og þegar 30 leikir voru eftir sat ég í 17. sæti, aðeins einu stigi frá West Ham og Derby en Crystal Palace var eiginlega fallið. Ennþá gátu 6 lið fallið. Næstu þrír leikir mínir voru gegn Chelsea, Arsenal og Blackburn og voru þau öll í toppbaráttunni, ég tapaði öllum leikjunum og var kominn niður í 19.sæti, 5 stigum frá 17.sæti og aðeins fimm leikir eftir. Þarna var ég orðin smeikur, næst var það leikur gegn Ipswich sem sátu í 15.sæti og með sigri yrðu þeir sloppnir frá falli, en það gerðist ekki því ég vann þá 1-0 með marki frá Louis Saha, ég sá síðan að Derby hefði unnið en það kom ekki beint á sök því West Ham höfðu tapað og höfðu þau þá sætaskipti. Þvílík spenna! Næst átti ég að keppa við Newcastle en West Ham og Derby áttu að keppa, þau skildu jöfn en ég tapaði gegn Newcastle og átti núna aðeins þrjá leiki eftir. Næst var það Crystal Palace, þeir voru fallnir og ég vann þá 3-0, mörkin voru frá Motta, De Lucas og Tommy Smith. West Ham tapaði, Derby líka sem og Birmingahm og Aston Villa en þessi lið gátu öll fallið, ég átti tvo leiki eftir, gegn Derby og Fulham og tveimur stigum frá 18.sæti, þremur frá 17.sæti, öruggu sæti. Ég varð að vinna Derby. Leikurinn gegn Derby byrjaði illa því Kevin Davies kom þeim yfir á 12.mínútu. Þannig var staðan í hálfleik. Í seinni hálfleik, á 78.mínútu jafnaði svo Gilles Grimandi metinn og hann skoraði svo aftur á 89.mínútu og vann ég leikinn! Þá var einn leikur eftir, gegn Fulham. Ég var í 18.sæti, með jafn mörg stig og West Ham og Birmingham sem voru í 17. og 16.sæti. Derby var síðan stigi á eftir mér í 19.sæti, allt gat gerst. Ég hóf leikinn gegn Fulham, Louis Saha kom mér yfir á 9.mínútu og þannig stóðu leikar allt fram að 87. mínútu en þá skoraði Fulham, Boa Morte skoraði fyrir Fulham og jafnaði leikinn. Þannig endaði leikurinn, svo nú þurtfi ég að vona að annað hvort Birmingham eða West Ham myndi tapa, samt helst bæði. Derby tapaði sínum leik, Birmingham vann sinn leik en West Ham tapaði sínum leik og fór þar með Derby og Crystal Palace niður, ég slapp á einu stigi! Hræðileg en spennandi leiktíð var á enda.
Um miðjan júlí mánuð sá ég svo að stjóra Crystal Palace var sagt upp, mér fannst spennandi um að sækja um starfið og á endanum sló ég til, og viti menn, ég fékk starfið! Ég hafði þar 3,2 millur til að kaupa og eyddi þeim öllum í Heiðar Helguson, markmið mitt er að koma Palace upp og gera þá að alvöru úrvalsdeildarliði.



Uefa Cup:

Fyrst sló ég út eitthvað lið frá Andorra samanlagt 6-0 með mörkum frá Saha 3, Pahars, Fernandes og Xavier. Næst vann ég Hacken samanlagt 2-1 með mörkum frá Pahars. Næst tapaði ég svo fyrir Parma samanlagt 0-3 og datt þar með út úr Uefa Cup