Southamton Jæja, eins og nokkrir hérna á Champ. áhugamálinu þá tókst mér að brjóta leikinn minn og hef ekkert spilað leikinn síðan í september. Reyndar var löngunin til að spila leikinn orðin svo mikil að ég fékk leikinn lánaðan hjá vini mínum, enda hreinlega þurfti ég að fara spila. Þegar ég startaði leiknum ákvað ég að vera í ensku deildinni og varð Southampton liðið sem ég ákvað að stjórna.

Ég var tekinn við Southampton og stjórnin bað mig um að halda Southampton uppi í deildinni, markmið mitt var augljóst, að vera í efri hluta deildarinnar. Ég byrjaði samt að líta yfir leikmennina og var ég nokkuð bjartsýnn, en samt ekki svo bjartsýnn og fór aðeins á markaðinn og keypti: Gilles Grimandi frá Arsenal á 1 millu, og Abel Xavier frá Everton á 2,5 millur.
Leikmenn sem ég seldi voru Mark Draper til West Ham fyrir 2 millur og Chris Marsden á 1,2 millu til Portsmouth.
Núna var ég orðinn nokkuð sáttur, tveir keyptir, tveir seldir. Ég setti mér ekki bara það markmið að vera í efri hluta deildarinnar heldur líka að afreka það án mikilla leikmannakaupa. Ég tók einn æfingarleik við Man.City og vann 1-0 með marki frá Jo Tessem. Og núna beið ég bara eftir tímabilinu, enda hlakkaði ég mikið til þess. Og loks kom að því að fyrsti leikur deildarinnar myndi hefjast og var hann gegn liði Bolton og ætlaðist maður nú til þess að vinna þá. Ég stillti upp leikerfinu 4-4-2 attacking og var byrjunarliðið svona:

Gk: Paul Jones
Dr: Jason Dodd
Dl: Wayne Bridge
Dc: Claus Lundekvam
Dc: Abel Xavier
Amr: Rory Delap
Aml: Fabrice Fernandes
Mc: Gilles Grimandi
Mc: Jo Tessem
Sc: James Beattie
Sc: Marian Pahars

Varamenn voru: Neil Moss, Francis Benali, Tahar El-Khalej, Matt Oakley, Anders Svenson og Kevin Daveis.

Leikurinn byrjaði vel og á 7. mínútu skoraði Beattie fyrir mig og svo skoraði hann aftur á 30.mínútu. Síðan hélt leikurinn áfram og á 88. mínútu skoraði Grimandi þriðja mark Southampton og ég vann leikinn 3-0 og var í 2. sæti á eftir Tottenham sem unnu Sunderland 6-1. Byrjunarliðið sem var gegn Bolton var mitt besta byrjunarlið svo það var oftast þannig en alltaf hafði maður smá breytingar. Ég vann líka næstu 2 leiki sem voru gegn Sunderland og West Ham, vann Sunderland 1-0 með marki frá Ppahars og West Ham 3-1 með mörkum frá Beattie, Pahars og El-Khalej.
Ég var efstur eftir þrjár umferðir en svo koma að því að tapa og gera jafntefli og ég vann ekki næstu 9 leiki, 5 töp og 4 jafntefli. Eftir 12 umferðir var ég í 12.sæti og leist alls ekkert á blikuna. Ég datt út í fyrstu umferð deildarbikarsins á móti Crystal Palace með 2-0 tapi. Hræðilegur leikur!
Síðan í deildinni gekk mér upp og niður, ég sá að það þyrfti að kaupa sterka menn, ég setti Rory Delap á sölulista fyrir 4 millur og hann seldist á þann pening til Tottenham.
Ég fjárfesti síðan í Spánverja, Enrique De Lucas, sem lék með Espanyol á 3 millur og síðan keypti ég mér líka George Whea, ég ætlaði að hafa hann sem sterkan varamann.
Fleiri leikmannakaup gerði ég ekki og seldi ekki meiri leikmenn í bili. Reyndar fór Rory Delap ekki til Tottenham fyrr en 15.desember rann upp og það sama má segja um komu De Lucas og Whea. Ég hélt þá bara áfram í deildinni og voru leikirnir upp og niður og þegar 15.desember rann upp sat ég í 8.sæti sem mér þótti svona allt í lagi.
Leikmenn höfð verið að standa sig ágætlega, James Beattie samt best, hann var kominn með 13 mörk, Pahars var með 7 mörk og síðan komu nokkrir í súpu með 3 mörk, t.d. Grimandi, Tessem, Fernandes, Davies og Bridge. Allir leikmenn voru að standa sig vel, sérstaklega Beattie og Abel Xavier en hann var mjög traustur í vörninni. Næsti leikur var gegn Aston Villa, byrjunarliðið var svipað en ég setti De Lucas beint í liðið og Anders Svenson byrjaði í stað Jo Tessem. Þetta varð rosalegur leikur sem ég vann 5-4, mörkin skiptust á milli Beattie, De Lucas, Grimandi, Xavier og Davies. Ég vann síðan næstu 4 leiki og var kominn í 6.sæti þegar ég tapaði fyrir Liverpool 4-1 en í þeim leik skoraði George Whea sitt fyrsta mark fyrir Southampton. Síðan gengu leikirnir upp og niður, Geroge Whea tók síðan sætið af Pahars í liðinu, hann stoppaði ekki að skora. Í bikarkeppninnni datt ég út í 16 liða úrslitum gegn Arsenal. Ég endaði tímabilið í 6.sæti og náði þar með í Evrópukeppnina og var stjórnin meira en sátt. James Beattie varð næstmarkahæðstur á tímabilinu með 22 mörk. Meistarar urðu Arsenal og var Henry lang besti leikmaður tímabilsins. Abel Xavier var valinn besti varnarmaður deildarinnar og var í liði ársins ásamt Beattie, Grimandi stóð sig líka afbragðsvel og skoraði 7 mörk. De Lucas var líka alveg frábær með 7 mörk og var einn besti leikmaður liðsins eftir jól.

Síðan kom sumar, Whea lagði skóna á hilluna og Beattie fór á 16 millur til Leeds (boðið var alltof freistandi til að hafna því), El-Khalej fór til Monaco fyrir 2,5 millur og Kevin Davies fór til Derby fyrir 4,3 millur. Ég keypti mér síðan Louis Saha frá Fulham á 10 millur, Motta frá Barcelona fyrir 1 millu, og Tommy Smith frá Watford fyrir 5 millur. Ég ætla ekki að skrifa um 2. tímabil núna en hver veit nema það komi seinna ásamt öðrum tímabilum…