Langaði að benda á einn frábæran sóknarmann. Hann heitir Diego Klimowicz og hann er 27 ára gamall. Hann er Argentínskur og kemur frá liði sem heitir Lanús og leikur í Argentínsku deildinni.
Hann hefur ágætis hraða og úthald. Hann er með góða tækni og er góður skallamaður. Auk þess er hann með 18 í determination.
Núna í alvörunnu leikur hann með Wolfsburg og er að standa sig ágætlega eftir því sem ég best veit. Hann er 191 cm á hæð og 90 kg.
Hann er fæddur 6. júlí 1974.
Ég keypti hann til Parma á 2,3 milljónir því að mínir sóknarmenn voru ekki alveg að standa sig. En hann stóð sig hreint út sagt frábærlega á sínu fyrsta tímabili með Parma. Í fyrstu 15 leikjunum sem hann spilaði þá beið ég bara eftir marki því það kom alltaf. En það skrýtna var að hann skoraði næstum alltaf bara eitt mark í leik. En síðan þegar leið á tímabilið þá tók hann sig á fór fór að skora fleiri mörk í leikjunum og þegar mest á reyndi bjargaði hann liðinu í baráttunni um titilinn. Til að mynda skoraði hann tvisvar þrennu í seinustu tveim leikjunum í deildinni og tryggði Parma titilinn eftir playoff þar sem hann skoraði þrennu í seinni leiknum þar sem Parma vann 3-2.
Hann endaði tímabilið með 24 mörk í 21 leik og var valinn útlenski leimaður ársins. Hann var með hæstu meðaleinkunn eftir tímabilið en hún var 8,38.
Ég mæli tvímælalaust með þessum leikmanni en athugið að ég er ekki með update og því er hann kominn til Wolfsburg og örugglega erfiðara að fá hann.