West Ham 09/10 Trúlega einhver besti árangur sem ég hef náð á fyrsta tímabili í FM í langan tíma.

Var allt tímabilið í svona 3-6 sæti í harðri baráttu um Meistaradeild en loka leikurinn var við Chelsea á Stamford sem ég gerði mér lítið fyrir og vann og rændi því öðru sætinu af þeim á lokadeginum og fór þar með sjálfkrafa inn í riðlakeppnina.

Spilaði yfirleitt 4-3-3 kerfi, með þrem frekar varnarsinnuðum miðjumönnum, spila nú yfirleitt sóknarbolta með mín lið í manager en ákvað að breyta út af laginu enda engin sóknarhæfileikar í liðinu í nýjasta patchinum því þá er Ashton horfinn á braut. Liðið var yfirleitt svona skipað:
Green
Behrami - Kovac - Upson - Vegard Forren
Mark Noble - Mahamadou Diarra - Scott Parker
Diamanti - Carlton Cole - Hines/Stanislas

Bekkur: Michalis Sifakis, Peter Masilela, Kieron Dyer, Collison, Ilan, Stanislas

Fékk reyndar Sergey Krivets inn í janúar sem tók eiginlega sætið af Diamanti (á útivelli) og Noble (á heimavelli). Var minn besti leikmaður eftir áramót, en bestu leikmenn yfir allt voru Upson, Paker og Cole, eins og við mátti búast og varð Cole markahæstur með 18 mörk í deildinni. Einnig kom Vegard Forren mjög sterkur inn í bakvarðarstöðuna, bestu kaupin ásamt Krivets.

Það sem mér fannst furðulegast að ég fékk ekki verðlaun sem þjálfari ársins, var ekki einu sinni í öðru eða þriðja sæti.

Gengur eitthvað aðeins brösulegar á öðru tímabili, ætlaði að byggja liðið svoldið í kringum Riquelme sem ég fékk frítt en hann getur ekki drullu, þarf svoldið að endurhugsa það.