Jæja hér kemur grein um fyrsta tímabil mitt sem knattspyrnustjóri franska liðsins Nantes. Ég hafði áður prófað frönsku deildina en mér fannst hún frekar leiðinleg og gafst alltaf upp. Svo ákvað ég einn daginn að prófa þessa deild og ég ákvað það að ég ætlaði ekki að gefast upp. Ég valdi liðið Nantes sem mér leist bara vel á. Maður byrjar með 7 milljónir til leikmannakaupa.

Þeir sem ég keypti:

Sylvain Wiltord - 3,5 milljónir
Ifeani Udeze - 1,8 milljónir
Kim Källström - 900 k
Martin Åslund - 900 k
Tó Madeira - 95 k
Taribo West - free transfer
Víctor Hugo Aristizábal - free transfer

Þeir sem ég seldi:

Nicolas Laspalles - 875 k

Ég notaði leikkerfið 4-1-3-2 sem vinur minn sagði mér frá og hann sagði að það væri rosalega gott leikkerfi svo að ég ákvað bara að prufa það.

Fyrsti leikurinn minn á leiktíðinni var á móti annarar deildar liðinu Strasbourg. Þetta var í keppninni Champions Trophy og vann ég þann leik 1-0.

Byrjunarliðið:

Mickaël Landreau - GK
Salomon Olembé - DL
Ifeani Udeze - DC
Taribo West - DC
Yves Deroff - DR
Nicolas Savinaud - DMC
Víctor Hugo Aristizábal - MC
Kim Källström - MC
Viorel Moldovan - MC
Sylvain Wiltord - FC
Tó Madeira - FC

Í deildinni var ég taplaus fyrstu sjö leikina með sex sigra og eitt jafntefli. Leikirnir fóru: 3-2, 3-4, 1-0, 1-2, 3-1, 1-1 og
4-0. Svo spilaði ég á móti stórveldinu Paris SG og ég steinlá á móti þeim 4-0. Mér gekk mjög vel á tímabilinu og var lengst af í fyrsta sæti. Þegar síðasta umferðin byrjaði var ég í efsta sæti með 63 stig og Lyon þar á eftir með 60 stig. Það þýddi aðeins eitt að ég varð að vinna en ég mátti líka tapa og þá varð ég að vona að Lyon gerði jafntefli eða tapaði. Ég átti Monaco í síðustu umferðinni á útivelli og ég tapaði 1-0. Lyon átti hinsvegar slakt lið Bastia á útivelli. Ég stillti upp mínu sterkasta liði og svo vara bara að treysta á heppnina. Þegar leikurinn kláraðist leit ég strax á úrslitin hjá Lyon og þá sá ég að þeir höfðu tapað 3-0. Ég var semsagt orðinn Franskur deildarmeistari á fyrsta tímabilinu mínu.

Ég var valinn Manager of the year og Sylvain Wiltord var valinn leikmaður leiktíðarinnar. Hann spilaði glimrandi vel og var ekkert yfir honum að kvarta. Hann var með 7,65 í einkunn yfir leiktíðina hann skoraði 13 mörk og lagði upp 4. Ég átti tvo menn í liði ársins og það voru Mickaël Landreau og Sylvain Wiltord.

Í meistaradeildinni lenti ég með Arsenal, Lazio og Tirol Innsbruck í riðli. Ég vann Arsenal 2-0, tapaði fyrir Lazio 1-0 og vann síðan Tirol Innsbruck 2-1. ég lenti í 3.sæti í riðlinum og fór í UEFA cup. þAr lenti ég á móti Dinamo Minsk og ég vann þá 4-1 samanlagt. Í næstu umferð lenti ég á móti portúgölsku liði sem heitir Marítimo og ég vann þá 4-0 samanlagt. Í 8-liða úrslitum sló ég út Aston Villa með marki á útivelli, samanlagt 2-2. Í undanúrslitum lenti ég á móti AC Milan og þá voru dagar mínir taldir í UEFA keppninni því að þeir tóku mig í bakaríið og sendu mig heim til Frakklands með 6 mörk á bakinu á móti 2 sem ég gerði.


Önnur leiktíð kemur seinna.

Kveðja
Geithafu