Sælir allir.

Ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekki verið alltof duglegur við að stunda þetta áhugamál í sumar(og verð væntanlega ekkert svakalega öflugur fyrr en cm4 kemur) og ég sé núna að það er ýmislegt að breytast hérna.
pires er núna einn stjórnandi hérna sem mér finnst vera allveg frábært. Sjálfur var ég fyrsti stjórnandinn á þessu áhugamáli(og mér finnst ég nú ennþá eiga eitthvað í öllu dralsinu hérna :) og ég prófaði að stjórna bæði einn og síðan með Hvati og wbdaz og ég verð að segja að það á bara að vera einn admin í einu. Með fulllri virðingu fyrir öllum öðrum hérna þá held ég að pires sé rétti maðurinn í það starf.
Þegar ég ákvað að hætta þá sendi ég bréf til veftjora til að mæla sérstaklega með að pires myndi koma í staðinn fyrir mig en ekkert gerðist, en það er frábært að hann sé kominn í þetta starf núna.
En pires verður náttúrulega að sanna sig áður en maður feer eitthvað að hrósa honum. Skjáskotskubburinn hefur t.d ekki verið uppfærður síðan ég hætti hérna og það sama er að segja um taktík-kubbinn. Ef þig vantar hjálp við að uppfæra þessa kubba máttu tala við mig pires.

Til hamingju með þetta pires

<br><br>

<p><a href="http://maggi.hamstur.is“><img src=”http://maggi.hamstur.is/banner.jpg“ border=”0" /></a><p