Núna er ég loksins búinn að kaupa mér leikinn. Dauðlangar að byrja að spila hann en geisladrifið er bilað.
Veit einhver hvort ég geti græjað málin þannig að ég geti installað honum án þess að nota diskinn eða?
Veit ekki hvort ég fari í það að láta laga geisladrifið eða kaupa nýtt því ég þarf sennilega að kaupa nýja tölvu en þó ekki strax.
Langar bara að byrja leikinn en veit ekki hvernig ég get gert það.
Er einhver sem hefur einhverja hugmynd um hvernig ég get reddað þessu?
Það er hálfgerð pynting að hafa leikinn hérna fyrir framan sig en geta ekki spilað hann svo það væri mjög fínt ef einhver gæti hjálpað mér með það hvað ég á að gera :)