Jæja drengir og stúlkur, þá styttist í að næsti FM komi og þá kemur upp þessi árlega spurning hvað viljum við sjá nýtt í FM13, eða breytt eða jafnvel tekið alveg úr leiknum?

Sjálfur væri ég til í að maður ætti örlítið oftar smá séns á því vinna áfrýjun á banni þegar maður reynir það, ég meina það eru eflaust stærri líkur á að vinna í lottó en að takast að fá banni áfrýjað í FM.

Væri líka gaman að geta gert e-ð við launinn sem maður nær í sem þjálfari, e-ð í áttina að e-m gömlum FIFA manager sem ég spilaði e-n tíman þar sem maður gat keypt sér hús og bíl o.s.fr. en alls ekkert sem er bráðnauðsynlegt. En væri gaman að hafa e-r not fyrir launin sín í staðin fyrir að reyna alltaf að hafa þau eins lág og mögulegt er til að hafa meira að eyða í leikmenn.

Væri flott líka að þegar þú ert að scouta leikmenn sem þú átt ekki að geta fengið meira info um hve góðir eða slæmir þeir eru í stöðu sem er ekki þeirra aðal staða en þeir eru þó með sem 'accomplished'