Jæja þá er mestallur fótbolti kominn í sumarfrí, tja nema sá íslenski sem er tiltörulega nýbyrjaður.

Þannig er ekki smá spurning að skapa smá umræðu um fótboltatímabilið sem var að ljúka.

Hver er besti þjálfarinn, besti leikmaðurinn, bestu kaupin, lélegestu kaupin, lið/leikmaður sem lék lengst undir getu o.s.fr.

Að mínu mati er Alan Pardew hjá Newcastle búinn að vera langbesti þjálfarinn í Evrópu í ár, búinn að gera hreint út sagt magnaða hluti með Newcastle í ár og er ekki frá því að hann eigi líka bestu kaup ársins þegar hann fékk Papiss Cissé til liðsins sem er búinn að vera ótrúlegur eftir að hann kom til Newcastle.

Það eru fáir aðrir en Messi og Ronaldo sem koma til greina sem besti leikmaður tímabilsins og af þeim tvem þá er Messi að mínu mati búinn að vera betri.

Því miður eiga fá lið fleiri kandídata í lélegestu kaupin en Liverpool en af öllum þessum floppum sem Liverpool er búið að kaupa í ár þá er Henderson að mínu mati sá alversti, maðurinn getur bara ekki neitt... ef við losnum ekki við hann þá vona ég að hann verði fljótari en Lucas Leiva að verða góður og verði þá virkilega góður líkt og Lucas.

Með öll þessi lélegu kaup sem Liverpool gerði þá verður það að viðurkennast að Liverpool er það lið sem lék lengst undir getu í ár að mínu mati.