Jæja ég býst við því að flestir hafi nú lent í því að leikmennirnir sínir eða leikmenn hins liðsins hafi stundum tekið sig til og skorað ansi flott mörk.
Ég er ekki frá því að þetta sé það flottasta sem ég hef séð í FM12 þar sem vinstri bakvörðurinn minn skorar með skoti af eigin vallarhelming eftir að markvörður Watford tók aukaspyrnu fyrir utan teig sem vildi svo heppilega til að lenda akkúrat á mínum manni sem smellti honum í markið.