Mig langaði bara að benda ykkur á leikmann sem er að svínvirka hjá mér.

Ég tók við Wimbledon fyrir nokkrum dögum, og setti þá ungan sóknarmann á bekkinn, Jobi McAnuff (fæddur 1982).

Hann kom nokkuð sprækur inn í fyrstu 2 leikjunum, og tryggði mér síðan framlengingu með marki í bikarleik. Í þar næsta leik kom hann inn á, skoraði og fékk níu.

Mér fannst kominn tími á að strákurinn fengi að spreyta sig í byrjunarliðinu, Neil Shipperley var hvort eð er ekki að geta rassgat. McAnuff svaraði aldeilis kallinu, skoraði þrennu í 1-3 sigri á Burnley.

Ég var hæstánægður með strákinn og næsti leikur var heima gegn Sheff. Utd. þar sem gaurinn skoraði 4 mörk í 5-1 sigri! :) Í næstu 7 leikjum skoraði hann 7 mörk, þannig að hann var kominn með vel yfir mark í leik að meðaltali.

Reynar hefur hann dalað örlítið síðan, þegar þetta er skrifað er hann kominn með 29 mörk í 39 leikjum samtals. Alls ekki sem verst samt sem áður.

Check it.