Rakst á FIFA Manager 12 í Elko um daginn, keypti hann reyndar ekki. En datt svona í hug að spyrja ykkur á /manager svona í fyrsta lagi hvort það væri e-r að spila hann og hvort það væri e-ð varið í hann. Samanburður við FM/CM væri flottur!

Man eftir því að hafa spilað e-n eldri FIFA Manager aðeins fyrir þónokkrum árum síðan, en aldrei neitt að ráði þar sem ég átti hann aldrei, heldur fékk hann lánaðann frá félaga mínum. Man að maður var með bara sitt eigið líf on the side, gat keypt bíl og hús og fullt af drasli fyrir launin sín sem væri stundum gaman að í FM.

En hvernig er FIFA Manager 12? Er hann þess virði að prófa hann?