Ég er alltof oft að lenda í því að spila 2 leiki á 3 dögum, þ.e. að það sé 1 hvíldardagur á milli. Þetta er alveg út í hött. Ég er búinn að lenda í þessu 2 - 3 sinnum á þessu tímabili. Fyrst var leikir 31. des, svo var næsti leikir 2 janúar. Núna var ég að spila í CL á miðvikudegi 4. apríl, svo kemur leikur í deild á laugardegi 7. apríl. Næsti leikur er svo 9. apríl í deild á mánudegi, svo á eftir kemur leikur á laugardegi. Á þessi leikur 9. apríl ekki frekar að vera á þriðjudegi eða miðvikudegi? Þetta er alveg fáránlegt og ég fullyrði að ég hafi aldrei séð þetta gerast í ensku deildinni áður.

Félagi minn er einnig oft að lenda í þessu. Þetta er svo pirrandi, sérstaklega þegar það eru margir meiddir nú þegar. Og nei, ég er ekki búinn að spila færri leiki en önnur lið, öll liðin eru með jafn marga leiki.

Bætt við 26. nóvember 2011 - 13:25
Svo virðist sem FA hafi ákveðið að hafa 2 umferðir á 3 dögum, þannig að það eru fleiri lið að lenda í þessu. En ég ætlaði bara að taka smá rage, spyr svo ykkur hvort þið séuð líka að lenda í þessu?