Ég hef mjög gaman af að taka við landsliðum og stjórna þeim, ég hef einnig mjög gaman af að búa mér til mínar reglur eftir því hvernig ég vel menn (Lobanovsky gerir það víst líka :) ). Stundum virka reglurnar ágætlega og stundum ekki. Um daginn beit ég það í mig að velja engan í franska landsliðið sem væri með low eða very low morale. Það leiddi til þess að Zidane komst ekki alltaf í hópinn og Anelka ekki heldur en mér gekk samt alveg ágætlega. Hversu miklu máli teljið þið að það skipti fyrir liðið að mórallinn sé góður eða teljið þið e.t.v. að það skipti engu máli. Endilega tjáið ykkur.
Kveðja, Fritzblitz