Ég veit ekki um ykkur en ég orðinn ansi þreyttur á þessum greinum sem innihalda ekkert nema nafn á leikmanni sem allir þekkja hvort sem er. Ef fólk þarf alveg ofboðslega að deila því sem þau hafa fundið geta þau bara skrifað almennilega grein sem er síðan höfð á leikmannakorknum. Því ég hef engan áhuga að lesa nafn leikmanns sem ég hef ekki fundið, hvort sem hann er frægur eða smástrákur í einhverju liði í Rússlandi.
Eitt af því skemmtilega við cm er að finna leikmenn sjálfur. Ég hef fundið Mark kerr, Selakovic og Ruslan Nigmatulin sjálfur og hafði ég þá enga hugmynd um hvort aðrir þekktu þá.
Og yfirleitt ef ég sé að einhver er segja að kallström er besti maðurinn í leiknum þá kaupi ég hann ekki því ég hef ekkert gaman af því að spila leikinn ef kaupi bara leikmenn sem aðrir hafa fundið.