Ég tók það að mér í einhverju flippi um daginn að gerast landsliðsþjálfari Þýskalands. Ég var í þessu svona af hálfum hug til að dreifa tímanum á meðan ég glápti á imbann, ég tók þá ákvörðun að velja landsliðið eftir tölum. Í þetta lið komst Gunther Brandstetter leikmaður með Weyhe sem var metinn á 1000 pund (hækkaði reyndar fljótt í 8000 pund!!!! (váá)) og ég lét hann spila vörnina í landsliðinu hliðina á Nowotny. Það var engum blöðum um það að flétta að hann var maður leiksins í fyrsta leiknum sem ég spilaði og síðan solid með 7-8 restina af tímabilinu. Endilega kíkið á hann.