http://img39.imageshack.us/img39/1113/7jamesramsay.png

Þar sem ég get ekki sent inn myndir á þennan bölvaða vef þá verð ég bara að monta mig á kork :(

Þetta kvikindi keypti ég frá Ástralska stórliðinu Central Coast Mariners þegar hann var 14 ára snáði.

Var að leita að einhverjum talent útí heimi vegna þess að mér finnst að scoutarnir geti ómögulega fundið nokkurn skapaðan hlut.

Alltíeinu rekst ég svo á þennan demant, 14 ára spilaði 33 leiki, 9 mörk og 18 stoðsendingar. Þó Stralarnir séu kannski ekkert þeir mestu fótboltasnillingar sem vitað er um þá hlýtur það að segja eitthvað að vera 14 ára og í byrjunarliðinu.

Allavega, maðurinn er búinn að fara hamförum í liðinu mínu og eru án efa langbestu kaup sem ég hef gert.

Tók saman smá tölfræði líka:
Í öllum leikjum, fyrir utan auðvitað friendlies og svona, þá hefur hann skorað hvorki meira né minna en 202 mörk og er með 199 assist.
Hann er markahæstur allra tíma í Ástralska landsliðinu þrátt fyrir að vera miðjumaður.
Skorar að meðaltali 0,36 mörk í leik í deildinni. Sem gerir mark á u.þ.b. 3 leikja fresti.
Ef síðustu 3 tímabil eru bara tekin þá skorar hann 0,63 mörk í leik.
Ef assists eru tekin með þá á hann þátt í 0,81 marki í leik.
Hefur einusinni á ferlinum fengið rautt spjald, það var í landsleik.
Hægt er að telja á annari hendi hversu mörg gul hann hefur fengið.


Þetta verður nú að teljast ansi slakur árangur fyrir miðjumann, ekki satt?