þannig er að ég er með tranmere í fyrstu deildinni og í byrjun síðasta tímabils fékk ég pening fyrir sjónvarpsrétt. ég keypti sóknarmanninn fredrik kanoute frá west ham, en hann átti að spila ásamt sylvain wiltord(sem ég hafði áður fengið á gjafaverði) í sókninni.
liðið á í miklum fjárhagserfiðleikum svo að hver aur skiptir máli og auðvitað ,,dýrir“ sóknarmenn sem maður eyddi næstum því öllum peningunum sínum í.
en eftir að ég hafði keypt kanoute og ætlaði að byrja að nota hann þá var hann hvorki í varaliðinu né aðalliðinu. þegar ég fer í ,,transfer in” og skoða menn sem ég er búinn að kaupa þá er hann þar, ég get selt hann og sektað hann, fengið ,,training report" frá þjálfurum og allt svoleiðis, sem sagt alveg einsog hann sé í liðinu, en samt er hann ekki þar.
ég hugsa að þetta sé galli í leiknum en hefur einhver annar lent í þessu? veit einhver hvað ég á að gera?