Eftir frekar litlar kröfur frá stjórninni ár eftir ár, ætluðust aldrei til þess að ég færi upp með liðið, oftast bara að halda því uppi, skiptu þeir aðeins um gír í úrvalsdeildinni eftir góðan árangur þar og fóru að biðja um sómasamlegt sæti. Svo tók ég titilinn tvö ár í röð og núna fékk ég bara skýlausa kröfu um titilinn og árangur í öllum keppnum. Ég fór í það að styrkja hópinn enn frekar, eyddi 23 milljónum í sóknarmann og ætlaði svo að kaupa sterkan varnarmann líka þegar ég rak augun í það að ég mátti bara eyða 1 milljón, þrátt fyrir að eiga 22! Ég gaf stjórninni ultimatum og aðdáaendurnir tóku undir það, sögðu að stjórnin ætti að “back up their demands for titles with hard cash” en þeir vildu samt ekki láta mig fá krónu í viðbót :(

Ég get bara fyrirgefið þeim er þeir stækka völlinn, en ég er búinn að biðja um það einu sinni og ekkert gerðist.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _