Ok hvað er málið með arðgreiðslur í CM? Eru þær bara random? Ég hef t.d. aldrei borgað þær með Leeds, né neinu liði utan Englands, hins vegar borgaði ég þær árlega með Darlington (og var alltaf í fjárhagsvandræðum) og svo var ég að lenda í því að borga þær í fyrsta skipti núna með Leyton Orient (og tímabilið 10/11 var að klárast.) Svo eru þetta líka fáránlegar upphæðir. Ég borgaði 7,5 milljónir, af einhverjum 30 sem ég átti í heildina! Það er 25% arður, ekki slæm ávöxtun það. Það grátlegasta við þetta allt saman er að ef ég hefði frestað því að selja Cissé sem fór á 16,5 milljónir hefðir ég sennilega sloppið með einhverjar 4 milljónir, miðað við það að maður greiði 25%.

Pirrandi andskoti.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _