Var að spila mikilvægan toppbaráttuleik, gegn FH í Kaplakrika, Leiknismenn fyrir leikinn 3 stigum á eftir FH í öðru sæti deildarinnar. 1-0 yfir í hálfleik í jöfnum og spennandi leik, svo ég hendi einu “ekki verða kærulausir” á drengina, og viti menn, FH-ingar taka miðjuna sína, tvær snertingar og boltinn liggur í markinu.

Leiknir að vísu vann leikinn 3-2 á stórglæsilegu sjálfsmarki af 40 metra færi hjá hægri bakverði FH, en það er eitthvað svo innilega týpískt við að fá á sig mark beint upp úr miðjunni eftir að hafa komið með kæruleysisræðuna að ég varð að pústa aðeins :P