Jææja, ég ákvað að rúlla nýju save'i í síðustu viku… Newcastle varð fyrir valinu. Var nokkuð bjartsýnn á að ná árangri og eftir 2 tímabil hafði ég endað bæði skiptin í 6. sæti ensku Úrvalsdeildarinnar. Eytt öllum mínum pening í yngri kynslóðina og var kominn með m.a. Jack Wilshere, Davide Santon, Henri Saivet, Bolzoni, Andrés Guardado og fleiri… Svo kom að tímabili 3, en ég var vægast sagt bjartsýnn þegar stjórnin lofar mér tæpum 40m punda í leikmannakaup í lok júli.

Hópurinn var full lítill og frekar ungur og ég sá fram á að 3 sterkir leikmenn plús 1-2 bekkjavermar myndu gera mér gott. Daginn eftir að mér var úthlutað transfer budget fær Mike Ashley (eigandi félagsins) tilboð í félagið og þar af leiðandi var sett á transfer embargo sem bannaði mér að versla leikmenn. Á sama tíma var ég nú þegar búinn að semja um sölur á 3 leikmönnum, sem gerði það að verkum þegar þeir voru farnir að ég var með 18 manna hóp og ekkert merkilegt í varaliðunum.

Til að gera langa sögu stutta… Transfer embargo'ið endaði um miðjann SEPTEMBER sem þýðir að ég gat ekki keypt einn einasta andskotans leikmann. Og i mínum 18 leikmannahópi eru 3 lykil-lykil-lykil leikmenn meiddir og sit ég í 12. sæti deildarinnar eftir 10 leiki og vægast sagt orðið óglatt.

Hvaða rugl er þetta?