Ég er búin að taka mikið þátt í umræðum á breskum FM spjallborðum þar sem skemmtilegar umræður myndast sem heita “My Current Squad”. Þær virka einfaldlega þannig að þið teljið upp liðið ykkar, tímabil, hvað þið eruð búnir að vinna og hvað ykkur langar að vinna ásamt budgeti til peningakaupa. Maður fær oft góð ráð frá öðrum sem hafa annað sjónarhorn á liðið manns og einnig er alltaf skemmtilegt að renna í gegnum lið annarra til þess að fá skemmtilegar hugmyndir.

Ég skal bara byrja. :)

Lið: A.C. Milan (Byrjaði sem challenge sem ég tók þátt í þar sem keppst var um hver næði að lækka meðalaldurinn mest á einu tímabili)
Tímabil: 2011/2012
Budget: Ca. 130-140 milljónir á hverju sumri.
Hef unnið allt nema Meistaradeildina, en hef alltaf verið mjög nálægt því.

(Ég tel upp suma leikmenn á fleiri en einum stað ef þeir geta spilað margar stöður)

GK: Igor Akinfeev, Francisco Ochoa
DR: Rafinha, Philipp Lahm
DC: Nemanja Vidic, Phil Jagielka, Kakha Kaladze
DC: Thiago Silva, Joleon Lescott, Alessandro Nesta
DL: Philipp Lahm, Joleon Lescott, Kakha Kaladze

MC: Gennaro Gattuso, David Beckham
MC: Steven Defour, Axel Witsel
AMR: Cristiano Ronaldo, Axel Witsel, Alex Teixeira
AML: Ronaldinho, Daniel Aquino, Diego Buonanotte, Alex Teixeira
AMC: Kaká, Sergio Aguero, Pato

ST: Vagner Love, Sergio Aguero, Pato, Keirrison, Alex Teixeira

Ég legg mikið upp úr því að hafa breiðan hóp til taks því ég spila til sigurs í þremur keppnum og hef lent í löngum meðslum hjá nokkrum lykilmönnum. Gattuso er 33 ára og Beckham 36 ára svo aldurinn er farinn að segja til sín en þeir eru samt drullugóðir og gott að hafa þá í liðinu. Ég geri samt ráð fyrir því að þetta sé síðasta tímabilið sem þeir fá svo mikið að spila svo næst á dagskrá er að kaupa sterkan MC þar sem ég hef ekki nógu mikla trú á Axel Witsel í þessari stöðu, allavega ekki til þess að spila alla leiki og spila þá vel.

Keirrison stendur engan veginn undir væntingum og þess vegna keypti ég Vagner Love, býst við að selja hann fljótlega en er bara svo viss um að hann eigi eftir að slá í gegn hjá því liði.

Ronaldinho er farinn að eldast en er samt frekar solid, Aquino slær í gegn í hvert sinn sem hann fær tækifæri svo það fer að líða að því að hann slái Ronaldinho algjörlega út úr byrjunarliðinu.

Alex Teixeira er ennþá ungur og fær ekki að spila jafn mikið og hinir en lofar þó góðu enn sem komið er.

Þið megið kommenta á liðið mitt ef þið hafið eitthvað um það að segja og endilega deilið ykkar liði líka. :)