Þannig er mál með vexti að ég er að spila með Leyton Orient í cm 01/02 og er kominn með þá í úrvalsdeild sem og UEFA cup. Fyrir svona lítið lið í örum vexti munar um hvert pund sem kemur inn en leikurinn hjá mér virðist vera eitthvað böggaður, en það lýsir sér þannig að í hvert skipti sem ég set nýtt met í miðasölu (sem er búið að gerast oft á þessu tímabili eftir að við stækkuðum völlinn og fórum að spila í UEFA) þá fæ ég bara tilkynningu um nýtt met, en enga peninga í kassann :( Ég hugsa að ég sé búinn að tapa svona 3 milljónum á þessu!

Einhver lent í sama og einhver lausn? Ég er búinn að reyna að googla þetta aðeins en hef ekkert fundið.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _